RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna

18/01/2018

Stuðningsnet sjúklingafélaganna er nýr vettvangur fyrir jafningjastuðning fyrir þá sem hafa greinst með sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Að Stuðningsnetinu standa fjórtán hagsmunasamtök sjúklinga á Íslandi og fleiri eru væntanleg til samstarfsins.

Stuðningsnetið styðst við aðlagað vinnuferli og námsefni frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með kabbamein og aðstandendur þeirra. Opnaður hefur verið vefur og haldin þrjú námskeiði sem um 30 stuðningsfulltrúar frá ólíkum félögum hafa sótt. Opið er fyrir ný sjúklingafélög að koma að Stuðningsnetinu hvenær sem er.

Stuðningsfulltrúar geta þeir orðið sem sjálfir greinst hafa með svipaða sjúkdóma eða eru aðstandendur. Stuðningsfulltrúar skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu og fá þjálfun í að veita stuðning. Starfsmenn Stuðningsnetsins halda svo utan um endurgjöf og eftirfylgd með hverju stuðningsverkefni, og stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi handleiðslu og símenntun.

Stofnfundur Stuðningsnets sjúklingafélaganna verður haldinn fimmtudaginn 18. janúar kl. 18:00 í Hásal Setursins, Hátúni 10b Reykjavík (vesturendi) og mun Birgir Jakobsson landlæknir flytja opnunarávarp. 

Formleg starfsemi Stuðningsnetsins hefst strax að loknum stofnfundi og gefst þá almenningi kostur á að nýta sér þjónustu Stuðningsnetsins gegnum vef þess studningsnet.is

Afmælismálþing ÖFFÍ

11/01/2018

Við bendum félagsmönnum okkar og öðrum áhugasömum á 45 ára afmælismálþing ÖFFÍ - Öldrunarfræðafélags Íslands. 

 

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook síðu félagsins: Öldrunarfræðafélagið á Facebook 

Skráning fer fram hér: Skráning á afmælismálþing ÖFFÍ

Nýr framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna

10/01/2018

Alzheimersamtökin á Íslandi hafa ráðið til sín Vilborgu Gunnarsdóttur, sem nýjan framkvæmdastjóra samtakanna.  Vilborg er með mastersgráðu í mannauðsstjórnun.  Hún hefur starfað sem mannauðsstjóri sl. 15 ár, síðast sem mannauðsstjóri hjá Veritas Capital en mun hefja störf formlega hjá Alzheimersamtökunum þann 20. mars nk.

Samtökin vænta mikils af hennar störfum og bjóða hana velkomna.  
Alzheimersamtökin hafa aukið verulega þjónustu við skjólstæðinga sína á umliðnum mánuðum og munu gera enn frekar í þeim efnum á næstunni.
 

Fræðslufundur í dag

09/01/2018

Á opnum fræðslufundi kl.16:30 í dag munu fræðslustjóri og formaður Alzheimersamtakanna segja frá því sem hæst bar á ráðstefnu Alzheimer Europe í Berlín síðastliðið haust.

 

Ráðstefnan bar yfirskriftina Umönnun í dag - lækning á morgun. 

 

Ef þú hefur áhuga á nýjungum í málefnum fólks með heilabilun hvetjum við þig til að koma, hlusta og taka þátt í umræðunum.

23
jan

Samverustund að kvöldi

23/01/2018
kl. 19:30 - 21:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 19:30 - 21:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegar samverustundir að kvöldi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

29
jan

Fræðslufundur á Selfossi

29/01/2018
kl. 17:00-18:30

Staðsetning

Grænumörk 5, Selfossi

Tími

Kl. 17:00-18:30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur á Selfossi. 

Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi kynnir starfsemi þeirra og nýjustu þekkingu í málefnum fólks með heilabilunarsjúkdóma. Ragnheiður Björnsdóttir forstöðumaður dagdvala í Árborg kynnir Vinaminni, sérhæfða dagþjálfun á Selfossi fyrir fólk með heilabilun. Heitt á könnunni.

31
jan

Alzheimer kaffi í Reykjanesbæ

31/01/2018
kl. 16:30 - 18:00

Staðsetning

Nesvellir, Reykjanesbæ

Tími

Kl. 16:30 - 18:00

Stutt lýsing

Kæru vinir og velunnarar, nú styttist í næsta fræðslufund okkar  í Reykjanesbæ sem haldinn verður á Nesvöllum Reykjanesbæ, miðvikudaginn 31. janúar n.k. kl. 16.30 strax að lokinni spilavist dagsins.

Gestur fundarins verður Sirrý Sif Sigurlaugardóttir fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna með erindið " Að lifa vel með heilabilun"
Um er að ræða fund sem vera átti í nóvember, en féll þá niður vegna bilana í húsnæði Nesvalla.
Við hvetjum alla áhugasama um málefni heilabilunar að mæta og þiggja ókeypis fræðslu ásamt kaffiveitingum.
Vinsamlega deilið.

01
feb

Alzheimer kaffi í Reykjavík

01/02/2018
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall - fræðsla - kaffiog meðlæti - söngur með undirleik.
Aðgangseyrir 500 kr. kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.

Sigríður Lóa Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður í Fríðuhúsi sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun segir frá starfseminni þar. 

VEFTRÉ
W:
H: