RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Aðalfundur 2018

17/05/2018

Aðalfundur Alzheimersamtakanna á Íslandi var haldinn í  Hásal að Hátúni 10 þann 7. maí síðastliðinn. Formaður fór yfir rekstur síðasta árs og forstöðumenn dagþjálfana sögðu frá rekstri þeirra.

Þær breytingar urðu á stjórn að Helga Sigurjónsdóttir, ritari gekk úr stjórn og var henni þakkað fyrir sitt framlag til samtakanna á fundinum. Nýr stjórnarmaður var kjörinn í varastjórn, Guðbjörg Alfreðsdóttir.

Stjórn samtakanna er þá þannig skipuð að Árni Sverrisson er formaður, Brynjúlfur Bjarnason varaformaður, Fríða Proppé meðstjórnandi, Berglind Anna Magnúsdóttir meðstjórnandi, Guðjón Brjánsson meðstjórnandi, Guðlaug Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Guðbjörg Alfreðsdóttir meðstjórnendur.

Fundurinn var ágætlega sóttur.

Fræðslufundur í Borgarnesi í dag

14/05/2018

Alzheimersamtökin boða til opins fræðslufundar í Borgarnesi í dag kl.17:00 á Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarheimili. 

Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Vonumst til að sjá sem flesta. 

 

Ráðstefna um listir og heilsu í Stokkhólmi

25/04/2018

Hæfnisetur lista og heilsu í Svíþjóð í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina stendur fyrir ráðstefnu föstudaginn 4. maí næstkomandi um gildi menningar og lista á öllum lífskeiðum. 

 

Halldóra Arnardóttir doktor í listfræði mun kynna verkefni sem hún hefur unnið að hér á landi meðal annars í samstarfi við Alzheimersamtökin. Þar á meðal eru bókmenntasmiðjur og safnadagskrá fyrir fólk með heilabilun. Hún hefur lengi unnið að því að innleiða listir og menningu í meðferðarvinnu með fólki með heilabilun. 

 

Bók Halldóru um Listir og menningu sem meðferð við Alzheimer má nálgast með því að smella hér. 

 

Dagsrká ráðstefnunnar í heild sinni má lesa hér. 

 

 

Námskeið um heilabilun

24/04/2018

Síðastliðna tvo föstudaga héldu Alzheimersamtökin námskeið um heilabilun. Hið fyrra í Reykjavík 13. apríl og hið seinna á Akureyri 20. apríl. Við þökkum kærlega fyrir undirtektirnar. Í heildina voru rúmlega 50 þátttakendur á þessum tveim námskeiðum.

 

Um tilraunaverkefni er að ræða hjá samtökunum sem hafa unnið að því að innleiða nám í heilabilunarráðgjöf hér á landi, sambærilegt því sem þekkist víða erlendis. Í Skandinavíu er talað um demenskonsulent eða demenskoordinator en á Bretlandseyjum ýmist dementia support workers eða dementia link workers.  

 

Efnistök námskeiðsins byggja á því sem sambærilegar námsleiðir innihalda annars staðar og eru eftirfarandi: 

 

  • Líffræði heilabilunarsjúkdóma, greining og meðferð - Helga Eyjólfsdóttir, Sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, PhD, Landspítali háskólasjúkrahús (Rvk) / Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir á SAk (Ak).
  • Persónumiðuð umönnun - Rannveig Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur MSc og kennari við Háskólann á Akureyri
  • Lífsgæði  fólks með heilabilun - Helga Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri ÖA
  • Að hámarka vellíðan -  Friðný Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA
  • Fjölskyldan og heilabilun / Samskipti og heilabilun - Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA & fræðslustjóri Alzheimersamtakanna
  • Heilabilunarráðgjöf og vinveitt samfélag - Hulda Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur og demenskonsulent

 

Sambærilegt námskeið verður haldið á Egilsstöðum í september og í Endurmenntun Háskóla Íslands í október. 

Við hvetjum áhugasama til að fylgjast vel með. Nánari upplýsingar vera birtar þegar nær dregur. 

28
maí

Alzheimerkaffi á Höfn

28/05/2018
kl. 17:00

Staðsetning

í Ekrusalnum, Víkurbraut 30 á Höfn í Hornafirði

Tími

Kl. 17:00

Stutt lýsing

Tenglar Alzheimersamtakanna á Höfn, Þorbjörg og Arna, standa fyrir Alzheimerkaffi mánudaginn 28. maí næstkomandi í Ekrusalnum við Víkurbraut 30 kl.17:00. Það verður kynning á Memaxi samskiptakerfinu, kaffi, kökur og samsöngur. 

Memaxi samskiptalausnin er fyrir þá sem njóta stuðnings í daglegu lífi. Íbúinn, fjölskylda hans og starfsfólk tengjast til að halda utan um daglegt líf íbúans svo hann geti búið eins sjálfstætt og völ er á. Myndræn dagskrá, minnisatriði, myndir og upplýsingar safnast saman á einn stað og leiðir íbúann í gegnum daginn.

21
sep

Alzheimerdagurinn 2918

21/09/2018
kl. 17:00

Staðsetning

Grand Hótel Reykjavík

Tími

Kl. 17:00

Stutt lýsing

Alþjóðlegi Alzheimerdagurinn er 21. september ár hvert. 

VEFTRÉ
W:
H: