RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Hvað er HEILA málið?

26/05/2017

Málþingaröð Alzheimersamtakanna undir yfirskriftinni Hvað er HEILA málið er nú lokið. Tilgangur málþinganna var að opna umræðu um málefni fólks með heilabilun í íslensku samfélagi, kalla eftir heildstæðri stefnu stjórnvalda í málaflokknum og kynna hugmyndir samtakanna um innleiðingu náms í heilabilunarráðgjöf á Íslandi. 

 

Haldin voru fjögur málþing, eitt í hverjum fjórðungi:

 

6. apríl í Reykjavík 

7. apríl á Akureyri

19. maí á Egilsstöðum 

24. maí á Ísafirði

 

Samtökin þakka frábærar móttökur og samstarf við heimamenn í hverju byggðarlagi. Í heildina tóku um 450 manns þátt í málþingunum. Sérstakar þakkir fá þeir aðstandendur sem stigu fram og sögðu sína sögu á málþingunum; Karen Ósk Lárusdóttir í Reykjavík, Hulda Frímannsdóttir á Akureyri, Jóhanna Reykjalín á Egilsstöðum og systkinin Sigríður Lára og Jens Gunnlaugsbörn á Ísafirði. 

 

Eliza Reid forsetafrú og verndari Alzheimersamtakanna tók þátt í málþinginu á Ísafirði, fær hún bestu þakkir fyrir og samtökin hlakka til að vinna með henni í framtíðinni að því að upplýsa og fræða um heilabilun á Íslandi. 

 

Á næstu dögum munu birtast ítarlegri fréttir af hverju málþingi. 
Takk kærlega fyrir undirtektirnar öll. 

 

Á myndinni eru (frá vinstri): Hildur Elísabet Pétursdóttir, deildarstjóri á hjúkrunarheimilunum Eyri á Ísafirði og Bergi í Bolungarvík, Helga Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna, Friðný Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri stoðþjónustu Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, Sigríður Sigurðardóttir, fræðslustjóri Grundarheimilanna, Frú Eliza Reid forsetafrú og Árni Sverrisson, stjórnarformaður Alzheimersamtakanna.  Myndin er tekin fyrir framan Tjöruhúsið á Ísafirði.

Alzheimerblaðið 2017

15/05/2017

Alzheimerblaðið 2017 er komið út! :) 

Allir félagsmenn fá sent eintak en jafnframt verður hægt að nálgast blaðið á skrifstofu samtakanna og viðburðum. 

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga klukkan 10:00-15:00. 

 

Forsetahjónin prýða forsíðuna að þessu sinni. Þau hafa bæði lagt sitt af mörkum við að vekja athygli á málefnum fólks með heilabilun á undanförnum mánuðum. Forsetinn með því að skarta buffi merktu samtökunum og Frú Eliza með því að gerast verndari samtakanna. Við þökkum þeim hjónum kærlega fyrir. 

 

Meðal annars efnis í blaðinu er viðtal við aðstandanda, hvatningarorð frá Huldu Sveinsdóttur demenskonsulent í Danmörku, nokkur orð frá félags- og jafnréttismálaráðherra um málefni fólks með heilabilun og framtíðarsýn í greiningum og námsleiðum tengdum heilabilun. 

 

Við minnum á að allir sem skrá sig í samtökin fá sent eintak. 

 

Rafræna útgáfu má lesa með því að smella hér. 

 

Hægt er að skrá sig í Alzheimersamtökin með því að smella hér. 

Aðalfundurinn 2017

12/05/2017

Aðalfundur Alzheimersamtakanna fór fram í gær, fimmtudaginn 11. maí kl.17:00 í Hásal í Hátúni 10. 

Um 30 félagsmenn sátu aðalfundinn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. 

 

Fundarstjóri var Ragnheiður Þorkelsdóttir lögmaður. 

 

Árni Sverrisson var endurkjörin formaður samtakanna.
 

Í stjórn sitja:

Guðjón Brjánsson, alþingismaður 

Brynjólfur Bjarnason, viðskiptafræðingur

Helga Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi

Berglind Anna Magnúsdóttir, læknanemi 

 

Friðfinnur Hermannsson sem átti sæti sem aðalmaður í stjórn lést nýverið og tók Beglind Anna Magnúsdóttir sem var varamaður sæti hans.

 

Kristný Rós Gústafsdóttir gaf ekki kost á sér áfram sem varamaður. Samtökin þakka henni fyrir vel unnin störf undanfarin ár.

 

Tveir nýir varamenn voru kosnir:

Guðlaug Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landakoti LSH

Fríða Proppé, kennari 

 

Í lok fundarins kom hópur læknanema á fimmta ári og afhenti samtökunum styrk að upphæð 810.000 kr. sem safnað var með sölu Minnisbókarinnar, handbókar með hagnýtum klínískum punktum fyrir læknanema. 

 

Takk kærlega fyrir komuna öll. 

Dregið hefur verið í happdrætti starfsfólks Maríuhúss

10/05/2017

Eftirfarandi eru vinningsnúmer í happdrætti starfsfólks Maríuhúss.

Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn, ekki síst þeim sem styrktu okkur með því að gefa vinninga. 

Vinninga skal vitja í Maríuhúsi, Blésugróf 27, sími 534 7100  mariuhus@alzheimer.is


1108. Miðjanes , heimagisting í Reykhólahreppi GISTING FYRIR TVO + SjávarSmiðjan - Þaraböð á Reykhólum

 

1018. Tösku-og hanskabúðin HANDFARANGURSTASKA


1152. Krúska ehf GJAFABRÉF FYRIR TVO, RÉTTUR DAGSINS


1127. Tómstundahúsið 2000 BITA PÚSL

 

1076. Tómstundahúsið 3000 BITA PÚSL


1111. PFAFF ljós NAGLASNYRTISETT


1013. Eirberg SLUSH GLAS blátt

 

1004. Eirberg SLUSH GLAS blátt

 

1050. Eirberg FRYSTIPINNAFORM


1058. Rekstrarvörur HANDSÁPA+STURTUSÁPA OG SNAFSAGLÖS


1092. Grillmarkaðurinn 2X5000 KR GJAFABRÉF


1128. Bónus 5000 KR GJAFABRÉF

 

1189. Bónus 5000 KR GJAFABRÉF

 

1110. Bónus 5000 KR GJAFABRÉF


1090. A4 verslanir 10.000 KR GJAFABRÉF


1102. Weleda STURTUSÁPA

 

1140. Weleda STURTUSÁPA


1124. ELKO 10000 GJAFABRÉF

1118. Amma Mús - handavinnuhús ELISE GARN MEÐ UPPSKRIFT AF SJALI


1119. Ársól Snyrtistofa & Snyrtivöruverslun GJAFABRÉF, LUXUS PARAFIN HANDMASKI MEÐ NUDDI


1036. Eldofninn Pizzeria GJAFABRÉF, TVÆR PIZZUR AF MATSEÐLI.


1134. Kjötbúðin 5000 KR GJAFABRÉF


1066. Brauðhúsið í Grímsbæ 5000 KR GJAFABRÉF


1003. Blómasmiðjan, Grímsbæ HEKLA ÍSLAND KERTI+SERVÉTTUR

 

1033. Blómasmiðjan, Grímsbæ HEKLA ÍSLAND KERTI+SERVÉTTUR


1083. Bjartur Bókaforlag: TVÆR BÆKUR

 

1067.Ugla útgáfa 5 glæpasagnabækur eftir Ann Cleeves og Vivecu Sten

 

1084. Ugla útgáfaÞRJÁR BÆKUR (HRUNADANSINN, HALLGRÍMUR PÉTURSSON OG TOLSTOJ

 

1068. Ugla útgáfa TVÆR BÆKUR (F. SCOTT FITZGERALD OG SIGMUNDUR ERNIR)

 

 


 

 

08
jún

Opinn fræðslufundur á Höfn

08/06/2017
kl. 16:00 - 18:00

Staðsetning

Höfn í Hornafirði

Tími

Kl. 16:00 - 18:00

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur á Höfn í Hornafirði. 

Nánari upplýsingar væntanlegar. 

16
agú

Móttaka fyrir hlaupara

16/08/2017
kl. 16:30 - 18:30

Staðsetning

Alzheimersamtökin, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 18:30

Stutt lýsing

Við bjóðum þeim sem hlaupa undir merkjum Alzheimersamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 og fjölskyldum þeirra í heimsókn. Allir fá glaðning, stutta kynningu á starfsemi samtakanna og fræðslu um undirbúning fyrir hlaup frá reyndum hlaupara.

VEFTRÉ
W:
H: