RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Afþakkaði útskriftargjafir - styrkir Alzheimersamtökin

23/06/2017

Agnes Hrund Guðbjartsdóttir kom færandi hendi á skrifstofu Alzheimersamtakanna í gær, fimmtudaginn 22. júní. 

 

Hún útskrifaðist með BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík þann 19. júní síðastliðinn. Að eigin sögn vantar hana ekki neitt veraldlegt og bað því gesti sem komu og fögnuðu áfanganum með henni í útskriftarveislunni að styrkja Alzheimersamtökin frekar en að gefa sér gjöf.

      Það valdi hún að gera því afi hennar er með Alzheimer og hún, ásamt fleirum úr fjölskyldunni, hefur nýtt sér þann stuðning sem Alzheimersamtökin hafa uppá að bjóða. Í því samhengi nefndi hún stuðningshópa fyrir aðstandendur sérstaklega. 

 

Alls söfnuðust tæplega 150.000 kr. og færum við Agnesi og fjölskyldu hennar okkar allra bestu þakkir. 

 

Áhugasömum bendum við á að stuðningshóparnir verða áfram á dagskrá næsta vetur og allar nánari upplýsingar má nálgast með því að smella á liðinn fleiri viðburðir hér: Fréttir og viðburðir. 

 

Á myndinni er Agnes til hægri ásamt starfsmanni Alzheimersamtakanna, Sigríði Eyjólfsdóttur. 

Alzheimer Norden 2017

22/06/2017

Helgina 16.-18. júní komu fulltrúar Alzheimersamtaka á Norðurlöndunum saman á árlegum fundi í Þórshöfn í Færeyjum. 

 

Alls voru 16 þátttakendur frá sex löndum; Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Íslandi og Færeyjum. Eina félagið sem ekki átti fulltrúa á fundinum í ár var frá Álandseyjum. Á Grænlandi er ekki starfandi Alzheimerfélag enn sem komið er. 

 

Samstarf Norrænu Alzheimerfélaganna byggir á Kalmarskjalinu sem var samþykkt 5. júní 1999 og felur í sér loforð um samstarfs þessara frændþjóða varðandi málefni fólks með heilabilun. Aðilar að samkomulaginu eru: 

 

Alzheimersamtökin á Íslandi

Alzheimerforeningen í Danmörku

Alzheimer Svergie í Svíþjóð

Demensförbundet í Svíþjóð

Aldring og helse í Noregi

Alzheimerfelagið í Færeyjum

Demensföreningen á Álandseyjum 

 

Skýrsla með niðurstöðum fundarins er í vinnslu, þegar hún er tilbúin verður hún birt hér á heimasíðunni. 

Á myndinni sem fylgir má sjá starfsmann og stjórn Alzheimerfelagsins í Færeyjum sem voru gestgjafarnir í ár og stóðu sig með stakri prýði; Fríðgerð Heinesen, Marjun Restorff, Elin N. W. Tausen, Ann-Mari Jensen og Malan Mohr. 

 

Á facebook-síðu Alzheimersamtakanna má jafnframt já fleiri myndir úr ferðinni og myndband úr Skotarók sem er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk undi 65 ára aldri með heilabilunarsjúkdóma í Þórshöf. 

 

Níu ára hugsjónakonur

21/06/2017

Alzheimersamtökin fengu góða heimsókn í liðinni viku. Þar voru á ferðinni þrjár níu ára stúlkur sem vildu láta gott af sér leiða í sumarfríinu og stóðu fyrir tombólu til styrktar fólki með heilabilunarsjúkdóma. 

 

Þær Lóa Margrét, Sónata og Þórey Kristín hafa frá skólalokum unnið að verkefninu og afhentu fræðslustjóra Alzheimersamtakanna ágóðann, rúmar 23.000 krónur. Aðspurðar sögðu þær ástæðuna fyrir því að þær völdu þennan málstað vera að allar eiga þær afa eða ömmu sem hafa fengið heilabilun og vilja gjarnan styrkja rannsóknir.

 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 fjölluðu um framtakið í gær, þriðjudaginn 20. júní. Smellið hér til að horfa á fréttina.  

 

Kærar þakkir stúlkur!

Bónus styrkir Alzheimersamtökin

18/06/2017

Í liðinni viku barst Alzheimersamtökunum rausnarlegur styrkur frá Bónus.

 

Erla Magnúsdóttir, fjármálastjóri fyrirtækisins afhenti Árna Sverrissyni, formanni stjórnar samtakanna styrkinn sem var ein milljón króna. 

 

Styrkurinn mun koma að góðun notum við að treysta og efla starfsemi samtakanna enn frekar. Kærar þakkir Bónus. 

16
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

16/08/2017
kl. 16:30 - 18:30

Staðsetning

Alzheimersamtökin, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 18:30

Stutt lýsing

Við bjóðum þeim sem hlaupa undir merkjum Alzheimersamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 og fjölskyldum þeirra í heimsókn. Allir fá glaðning, stutta kynningu á starfsemi samtakanna og fræðslu um undirbúning fyrir hlaup frá reyndum hlaupara.

17
ágú

Skráningarhátíð í Laugardalshöll

17/08/2017
kl. 15:00 - 21:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00 - 21:00

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða með kynningarborð á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins, allir sem hlaupa undir merkjum samtakanna fá gjöf að launum. Hlökkum til að sjá þig. 

 

VÖRU OG ÞJÓNUSTUSÝNINGIN FIT & RUN VERÐUR HALDIN Í ANNAÐ SKIPTI 17. OG 18. ÁGÚST 2017.  

FIT & RUN ER EINSTÖK SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á UNDIRBÚNING HLAUPARA FYRIR REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ, ALMENNA HREYFINGU, HEILSUFÆÐI, FATNAÐ, SKÓBÚNAÐ OG AÐRAR STUÐNINGSVÖRUR HLAUPARANS, ÁSAMT SKEMMTILEGUM UPPÁKOMUM.

SÝNINGIN ER OPINN ÖLLUM, LÍKA ÞEIM SEM ERU EKKI AÐ HLAUPA OG VILJA KYNNA SÉR ALLT ÞAÐ NÝJASTA Á MARKAÐINUM OG GERA GÓÐ KAUP Í LEIÐINNI. 

fitrunexpo.is

18
ágú

Skráningarhátíð í Laugardalshöll

18/08/2017
kl. 14:00-20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 14:00-20:00

Stutt lýsing

Alzheimersamtökin verða með kynningarborð á skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins, allir sem hlaupa undir merkjum samtakanna fá gjöf að launum. Hlökkum til að sjá þig. 

VÖRU OG ÞJÓNUSTUSÝNINGIN FIT & RUN VERÐUR HALDIN Í ANNAÐ SKIPTI 17. OG 18. ÁGÚST 2017.  

FIT & RUN ER EINSTÖK SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA ÞAR SEM ÁHERSLA ER LÖGÐ Á UNDIRBÚNING HLAUPARA FYRIR REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ, ALMENNA HREYFINGU, HEILSUFÆÐI, FATNAÐ, SKÓBÚNAÐ OG AÐRAR STUÐNINGSVÖRUR HLAUPARANS, ÁSAMT SKEMMTILEGUM UPPÁKOMUM.

SÝNINGIN ER OPINN ÖLLUM, LÍKA ÞEIM SEM ERU EKKI AÐ HLAUPA OG VILJA KYNNA SÉR ALLT ÞAÐ NÝJASTA Á MARKAÐINUM OG GERA GÓÐ KAUP Í LEIÐINNI. 

fitrunexpo.is

19
ágú

Reykjavíkurmaraþon

19/08/2017
kl. 08:40-14:00

Staðsetning

Miðbær Reykjavíkur

Tími

Kl. 08:40-14:00

Stutt lýsing

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram þann 19. ágúst og verður þetta í þrítugasta og fjórða sinn sem hlaupið er haldið.

Viltu hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin?
Þú getur skráð þig hér = Hlaupastyrkur.is 

Meðfylgjandi dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða gerðar þegar nær dregur hlaupi.

Tímasetning hlaups í Lækjargötu 19. ágúst 2017

08:40 Maraþon og hálfmaraþon
09:35 10 km hlaup
12:15 Skemmtiskokk 3 km
14:40 Tímatöku hætt

Tímamörk í maraþoni eru sex klukkustundir. Þau sem koma í mark eftir lengri tíma en 6 klst fá ekki skráðan tíma.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefst og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.

 

 

VEFTRÉ
W:
H: