RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Stuðningsfulltrúanámskeið

04/04/2018

Miðvikudagana 11. og 18. apríl kl. 17-21 mun Stuðningsnet Sjúklingafélagana halda námskeið fyrir verðandi Stuðningsfulltrúa. Stuðningsnet sjúklingafélaganna býður upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma og aðstandendur þeirra, en Alzheimersamtökin ásamt 13 öðrum sjúklingafélögum mynda netið. Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem þarft er að hafa í huga þegar veita á jafningjastuðning ásamt því að stuðningsfulltrúum stendur til boða handleiðsla og endurmenntun að loknu námskeiði. 
Mikilvægt er að sækja um að gerast stuðningsfulltrúi á heimasíðu Stuðningsnetsins áður en námskeið hefst.  Umsjónaraðili Stuðningsnetsins mun hafa samband og taka viðtöl við þá sem sótt hafa um að gerast stuðningsfulltrúar í aðdraganda námskeiðsins. Auk þess mun viðkomandi sjúklingafélag boða stuðningsaðila á sinn fund til að fara yfir þjónustu og starfsemi félagsins.  Fyrir þá sem þegar hafa sótt um að gerast stuðningsfulltrúar og verið í sambandi við sitt félag þá má skrá sig á námskeiðið hér.

Kökubasar og happdrætti

22/03/2018

Starfsfólk Drafnarhúss er með kökubasar í Mjódd í dag,

fimmtudaginn 22. mars frá kl.11-17. 

Allir velkomnir. 

 

Dregið hefur verið í happdrætti starfsfólks Maríuhúss

og eru númerin eftirfarandi: 

 

Happdrætti starfsfólks Maríuhúss
Númer: Vinningur:
971 Gisting á Miðjanesi og þaraböð hjá Sjávarsmiðjunni, Reykhólum
1071 Elding - hvalaskoðun fyrir 2
1062 Tjarnarbíó - gjafabréf fyrir 2
949 Bónus 10.000 króna gjafabréf
1010 Bónus 10.000 króna gjafabréf
1087 Fótaaðgerðastofa Erlu - gjafabréf
1178 Pfaff - blóðþrýstingsmælir
1122 Rekstrarvörur - vínglös
964 Heklað sjal frá Ástu Sveinsdóttur
986 Eldofninn - gjafabréf
1171 Nói Síríus - Nóa Kropps egg
1163 Nói Síríus - Páskaegg nr. 5
1081 Nói Síríus - Páskaegg nr. 4
957 Frá Valgerði Gunnarsdóttur - margnota poki og gleraugnahreinsir
1116 Vaxa - Weleda vörur
1105 Vaxa - Weleda vörur

 

Lokað í dag

14/03/2018

Lokað er á skrifstofu okkar í Setrinu í Hátúni 10 í dag vegna veikinda. 

 

Minningarkort sem berast í gegnum heimasíðuna verða send á morgun. 

 

Minnum á að það má alltaf senda tölvupóst á alzheimer[a]alzheimer.is 

 

Skrifstofan verður opin á morgun kl.10:00-15:00. 

Minnismóttakan á Landakoti

13/03/2018

Athygli er vakin á nýrri heimasíðu Landspítala Háskólasjúkrahúss og þar undir uppfærðum upplýsingum um öldrunarlækningadeildir spítalans á Landakoti. 

 

Þar segir um Minnismóttökuna: 

 

Minnismóttaka

Minnismóttakan er fyrir einstaklinga sem hafa einkenni sem benda til heilabilunarsjúkdóma.

Helstu einkenni eru minnistap, skert ratvísi, verkstol og málstol. Einnig geta verið geðræn einkenni svo sem ranghugmyndir, þunglyndi, kvíði, dægurvilla og fleira.

Hlutverk og starfsaðferðir 

  • Greina orsök einkenna um vitræna skerðingu.
  • Veita sérhæfða meðferð og fylgja henni eftir.
  • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
  • Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum sem sjúkdómurinn veldur á daglegu lífi og högum fjölskyldunnar.
  • Gefa leiðbeiningar um hjúkrun og hafa milligöngu um að hún sé veitt.
  • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu og auka þekkingu fagfólks um heilabilunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra.
  • Stunda rannsóknir.
  • Hafa samstarf við aðra sem vinna að málefnum heilabilaðra utan lands sem innan. 

Smellið hér til opna síðuna. 

 

Á síðunni eru einnig upplýsingar um Minnismóttökuna á ensku. Smellið hér til að opna síðuna á ensku. 

 

Símanúmer minnismóttöku er 543 9900 eða 543 9850

Göngudeildin er opin virka daga. kl. 08:00-16:00.

 

Við bendum á að fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra geta hringt á Minnismóttökuna til að fá upplýsingar um þjónustu þar eða ráðleggingar í tengslum við sjúkdómsferlið. 

24
apr

Samverustund að kvöldi

24/04/2018
kl. 19:30 - 21:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 19:30 - 21:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegar samverustundir að kvöldi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

26
apr

Fræðslufundur og ráðgjöf

26/04/2018
kl. kl. 12:15 - 13.00

Staðsetning

Bæjarþingsalur Akraneskaupstaðar

Tími

Kl. kl. 12:15 - 13.00

Stutt lýsing

03
maí

Alzheimer kaffi í Reykjavík

03/05/2018
kl. 16:30 - 17:30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17:30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í sal Alzheimersamtakanna. 

 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

Karen Ósk Lárusdóttir segir frá reynslu sinni sem aðstandandi. Móðir Karenar er með heilabilun. 

08
maí

Fræðslufundur í Reykjavík

08/05/2018
kl. 16:30 - 17: 30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17: 30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í sal Alzheimersamtakanna. 

 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

Jón Snædal, öldrunarlæknir á Minnismóttöku LSH á Landakoti segir frá nýjustu þekkingu um heilabilunarsjúkdóma. 

VEFTRÉ
W:
H: