RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Alzheimer kaffi í Reykjanesbæ

13/10/2017

Fyrsta Alzheimer kaffi vetrarins á Suðurnesjum er lokið með glæsibrag. Það var haldið miðvikudaginn 11. október síðastliðinn kl.16:30 á Nesvöllum þjónustumiðstöð. 

 

Fyrirlesari var Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðaprestakalli sem flutti erindið Gleymum ekki þeim gleymnu. Rúmlega 70 gestir komu til að hlusta og fá sér kaffisopa. 

 

Við óskum hópnum sem stendur að Alzheimer kaffi í Reykjanesbæ til hamingju. Tenglar okkar þar eru Aðalheiður Valgeirsdóttir og Sigríður Þórólfsdóttir en þeim til halds og traust er traustur hópur sjálfboðaliða sem aðstoðar við kaffið. 

 

Næsta kaffi er miðvikudaginn 8. nóvember og þá verður fulltrúi Alzheimersamtakanna, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi með kynningu á starfseminni. 

Alzheimer kaffi á Akureyri

12/10/2017

Fréttir af Alzheimerkaffi á Akureyri. Við gefum umsjónarkonum orðið: 

 

Eftir nokkuð hlé fórum við aftur af stað með Alzheimerkaffið hér á Akureyri. Tókst það með eindæmum vel og var vel sótt. Við kynntum dagskrá haustsins og dreifðum fræðsluefni frá samtökunum. Ester Einarsdóttir iðjuþjálfi kynnti bæklinginn „Komdu í heimsókn" sem unninn var af henni ásamt Elísu A. Ólafsdóttir iðjuþjálfa og Ástu Júlíu Aðalsteinsdóttur. Er bæklingurinn hugsaður sem verkfæri fyrir börn til að skapa innihaldsríkar samverustundir með ömmu og afa þrátt fyrir heilabilun. Hinn síkáti harmonikkuleikari Andri Snær hélt uppi fjörinu.

 

Við óskum Akureyringum innilega til hamingju með vel heppnað kaffi og hlökkum til að fylgjast áfram með starfinu þar. Tengiliðir Alzheimersamtakanna á Akureyri og umsjónarkonur Alzheimer kaffis eru þær Ingunn Eir Eyjólfsdóttir, Rannveig Guðnadóttir, Hulda Frímannsdóttir og Halldóra Vébjörnsdóttir. 

Alzheimer kaffi í Vestmannaeyjum

11/10/2017

Fyrsta Alzheimer kaffi eftir sumarfrí í Vestmannaeyjum var haldið þriðjudaginn 19. september síðastliðinn. Frederikka Bang verkefnastjóri hjá Memaxi var gestur þeirra og sagði frá helstu eiginleikum Memaxi. Það er samskiptaforrit sem getur meðal annars komið að notum við að bæta lífsgæði hjá fólki með heilabilun og fjölskyldum þeirra. 

 

Glöggir kannast eflaust við nafnið en sama Frederikka var fyrsti fyrirlesari á Fræðsludagskrá Alzheimersamtakanna nú í haust. Fyrirlestur hennar um Memaxi má sjá í heild sinni með því að smella hér. 

 

Alzheimer stuðningsfélag Vestmannaeyja stendur fyrir Alzheimer kaffinu og hefur haldið því úti síðustu tvo vetur og gengið afar vel. Hlaðborðið í Eyjum er á við fínustu fermingarveislu og alltaf bæði fræðsla og tónlist. Á síðasta kaffi, eftir innlegg Frederikku var dúkkan Soffía frumsýnd en hún er sérstaklega hönnuð fyrir fólk með heilabilun og hefur nú fasta búsetu á Hraunbúðum, hjúkrunarheimili Vestmannaeyja. Alzheimerfélagið gaf heimilisfólki Hraunbúða dúkkuna. Sýnt hefur verið fram á að dúkkur sem þessar geta haft róandi áhrif á fólk með heilabilun og gefið þeim tilgang. Nánar má lesa um dúkkur eins og Soffíu með því að smella hér. (Upplýsingarnar eru á ensku). 

 

 

Á myndinni hér fyrir ofan er Guðný Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og formaður Alzheimer stuðningsfélags Vestmannaeyja með Soffíu. Neðar gefur að líta allan hópinn sem stendur að kaffinu, frá vinstri: Guðný Bjarnadóttir,  Guðmunda Hjörleifsdóttir, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir, Jóhannes Óskar Grettisson, Sigrún Hjörleifsdóttir, Þórdís Gyða Magnúsdóttir, Sonja Ruiz Martinez og Jónína Björk Hjörleifsdóttir. Það er gaman að segja frá því að Hjörleifsdæturnar þrjár eru systur. Glæsilegur hópur. 

 

 

Við óskum Alzheimerfélagi Vestmannaeyja hjartanlega til hamingju með vel heppnað fyrsta kaffi og hlökkum til að fá frekari fréttir af starfi þeirra í vetur. Við hvetjum heimamenn til að skrá sig í félagið og taka þátt í Alzheimer kaffinu og öðrum verkefnum sem eru á dagskrá. 

Alzheimer kaffi á Höfn

10/10/2017

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að nú hefur verið komið á fót Alzheimer kaffi á Höfn í Hornafirði, hið fyrsta sinnar tegundar á svæðinu. Fyrsta kaffið var haldið fimmtudaginn 5. október kl.16:00 í Ekrusalnum. Við gefum tengiliðum okkar orðið: 

 

„Kaffið okkar er búið gekk bara vel. Kleinurnar breyttust í hjónabandssælu. Níu gestir borguðu sig inn. Tvær flottar hjúkrunarkonu sáu um fræðsluna. Harmonikkuleilari spilaði undir fjöldasöng, það er svo gott að syngja saman. Og við Arna sögðum frá okkur sem tenglar.

Nú er næsta vers að safna fyrir flugfargjaldi fyrir félagdráðgjafa minnismótökunar, finna dagsetningu og náttúrlega að heilla hana til okkar."

 

Við óskum kjarnakonunum Þorbjörgu Helgadóttur og Örnu Ósk Harðardóttur hjartanlega til hamingju með framtakið og hlökkum til að fylgjast með Alzheimer kaffi á Höfn vaxa og dafna á komandi árum. 

 

 

 

24
okt

Samverustund að kvöldi

24/10/2017
kl. 19:30 - 21:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 19:30 - 21:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegar samverustundir að degi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

25
okt

Fræðslufundur í Skagafirði

25/10/2017
kl. 17:00 - 19:00

Staðsetning

Hús frítímans - Sæmundargötu 7b

Tími

Kl. 17:00 - 19:00

Stutt lýsing

Við bjóðum alla velkomna á opinn fræðslufund Alzheimersamtakanna í Skagafirði miðvikudaginn 25. október næstkomandi kl.17:00 í Húsi frítímans við Sæmundargötu á Sauðárkróki. 

Aðgangur er ókeypis og ekki þarf að skrá sig. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna Sirrý Sif Sigurlaugardóttir kynnir starfsemina og segir frá helstu þjónustu við fólk með heilabilun á Íslandi í dag. 

Tengiliðir Alzheimersamtakanna í Skagafirði þær María Ásgrímsdótitr og Helga Sigurbjörnsdóttir segja frá samstarfi sínu við samtökin og hlutverk í heimabyggð. 

Vonumst til að sjá sem flesta. Heitt á könnunni :)

02
nóv

Alzheimer kaffi í Reykjavík

02/11/2017
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall - fræðsla - kaffi/meðlæti - söngur m/undirleik.
Aðgangseyrir 500 kr. kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.

Guðný Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og formaður Alzheimer stuðningsfélags í Vestmannaeyjum kemur og segir frá starfi félagsins sem meðal annars hefur haldið Alzheimer kaffi í Eyjum. 

14
nóv

Fræðslufundur

14/11/2017
kl. 16:30 - 17:30

Staðsetning

Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17:30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur, allir velkomnir. 

Heitt á könnunni. 

 

 

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi segir frá því hvað iðjuþjálfar gera og hvernig þjónusta sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa getur gagnast fólki með heilabilun. 

VEFTRÉ
W:
H: