RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Veritas hleypur fyrir Alzheimersamtökin

28/06/2018

Undirbúningur fyrir Reykjavíkurmaraþon stendur nú sem hæst og hafa þegar fjölmargir ákveðið að styrkja Alzheimersamtökin með áheitasöfnun. Stór hópur bættist nýlega við en það eru starfsmenn Veritas sem er móðurfélag Vistor, Distica, MEDOR og Artasan sem öll starfa í heilbrigðistengdri þjónustu. Gera má ráð fyrir að um 70 manns hlaupi á vegum fyrirtækisins. Samtökin bjóða þau velkomin í hópinn og þakka kærlega fyrir stuðninginn. 

Fundur Norrænu Alzheimersamtakanna

26/06/2018

Dagana 19. og 20. júní síðastliðin buðu dönsku alzeimersamtökin Alzheimerforeningen til Norræna fundarins í Kaupmannahöfn. Fundurinn er haldinn árlega og skiptast Norðurlöndin á að bjóða heim og skipuleggja dagskrá. Í ár vantaði aðeins fulltrúa frá Álandseyjum. 

 

Þau félög sem sendu fulltrúa voru Nasjonalforeningen for folkehelse í Noregi, Muistilitto í Finnlandi, Alzheimer Svergie í Svíþjóð, Alzheimerfelagið í Færeyjum og eitt sveitarfélag á Grænlandi því þar hefur ekki verið stofnað formlegt félag. Þar að auki áttu Alzheimersamtökin á Íslandi tvo fulltrúa; Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra og Sirrý Sif Sigurlaugardóttur fræðslustjóra. 

 

Dagskráin var þétt þá svo daga sem fundurinn stóð en hann var stærri í ár en oft áður. Ástæðan er sú að á fundinum í Færeyjum í fyrra var ákveðið að leggja meira upp úr því að bjóða fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra að taka þátt í fundinum. Íslendingum og Grænlendingum tókst ekki að hafa uppi á þátttakendum en frá öðrum löndum var fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra sem tóku virkan þátt í fundinum. 

 

Þema fundarins í ár var Demensvenligt samfund eða á ensku Dementia Friendly Communities. Hugmyndafræðin á rætur sínar að rekja til Bretlands og því kannast margir við hana sem DFC hugmyndafræðina. Alzheimersamtökin á Íslandi auglýsa hér með eftir ákjósanlegri þýðingu sem mætti nota hér á landi. Ýmsar tillögur hafa komið fram en ekkert nægilega þjált enn sem komið er. Ekki hika við að senda okkur hugmyndir á alzheimer[a]alzheimer.is. 

 

Framlag okkar til fundarins í ár var kynning á samstarfsverkefnum Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Þjóðminjasafns Íslands við nokkrar sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu. Notendur þar hafa farið reglulega í heimsóknir á söfnin með aðstandendum sínum og tekið þátt í skipulagðri umræðu um ákveðin verk. Aðferðin byggir á hugmyndafræði sem Halldóra Arnardóttir listfræðingur hefur þróað og kynnti í bókinni Listir og menning sem meðferð: Íslensk söfn og Alzheimer. Bókina má nálgast í öllum betri bókabúðum og í vefverslun okkar hér á síðunni. Smellið hér til að fara í vefverslun. 

 

Næsti Norræni fundur verður í Osló í Noregi að ári liðnu. Ef þú eða aðstandandi þinn er með heilabilun og gæti hugsað sér að taka þátt í Norrænu samstarfi hvetjum við ykkur til að hafa samband við skrifstofuna og fá nánari upplýsingar um hvað málið snýst. 

Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið.

13/06/2018

Um leið og við óskum Töru Björt Guðbjartsdóttur til hamingju með meistaragráðu sína í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér niðurstöður rannsóknar hennar sem ber titilinn:

 

Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið: áhrif Alzheimer sjúkdóms á aðstandendur: andleg og líkamleg áhrif og reynsla af þjónustu sem veitt var í sjúkdómsferlinu.

 

Ritgerðin er aðgengileg á Skemmunni, smellið hér til að opna í nýjum flipa. 

 

Takk fyrir þetta verk Tara Björt og gangi þér vel í framtíðarverkefnum.

Leiðbeiningar um innleiðingu stefnu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

07/06/2018

Nú 1. júní 2018 gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO út veglegt plagg með leiðbeiningum um mótun og innleiðingu stefnu í málefnum fólks með heilabilun. 

 

Aðeins nokkur lönd hafa mótað landlæga stefnu í málefnum fólks með heilabilun þrátt fyrir að áætlað sé að 50 milljónir manns um allan heim séu með heilabilun. WHO hvetur aðildaríki til að útbúa alhliða opinbera stefnu sem byggir á fjölfaglegri nálgun til að auka lífsgæði, greiða fyrir aðgengi að þjónustu og draga úr fordómum og félagslegri einangrun fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra. 

 

Með útgáfunni er ætlunin að aðstoða aðildaríki við undirbúning, gerð, innleiðingu og eftirfylgd slíkrar stefnu. 

 

Það er von Alzheimersamtakanna á Íslandi að heilbrigðisráðherra skipi sem fyrst starfshóp til að móta stefnu í málefnum fólks með heilabilun sem feli í sér vitundarvakningu og fræðslu til almennings og aðstandenda, aukna áherslu á öflun tölulegra upplýsinga, markvissar rannsóknir og átar til að auka gæði umönnunar fyrir ört stækkandi sjúklingahóp í samfélaginu, eins og segir í þingsályktun sem samþykkt var einróma á Alþingi 31. maí 2017.

 

Smellið hér til að lesa þingsályktunina í heild.   

 

Smellið hér til að lesa skjalið frá WHO í heild. 

22
júl

AAIC'18 Ráðstefnan

22/07/2018
kl. 22. - 26. Júlí

Staðsetning

Chicago, USA

Tími

Kl. 22. - 26. Júlí

Stutt lýsing

Árleg ráðstefna Amerísku Alzheimersamtakanna fer fram í Chicago í Bandaríkjunum dagana 22. - 26. júlí. 

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar.

26
júl

Alzheimer's Disease International 33rd Conference

26/07/2018
kl. 26. - 29. júlí

Staðsetning

Chicago, USA

Tími

Kl. 26. - 29. júlí

Stutt lýsing

Árleg ráðstefna Alþjóðlegu Alzheimersamtakanna er að þessu sinni haldin í Chicago í Bandaríkjunum í beinu framhaldi af ráðstefnu Amerísku Alzheimersamtakanna. 

Smellið hér til að skrá ykkur eða lesa nánar um ráðstefnuna og starfsemi ADI.

Alzheimer’s Disease International (ADI) is proud that its international conference is the longest running and one of the largest international conferences on dementia, attracting over 1,000 delegates from over 100 countries. Featuring a range of international keynote speakers and a high standard of scientific and non-scientific content, the conference programme enables participants to learn about the latest advances in the prevention, diagnosis, treatment, care and management of dementia. This unique, multi-disciplinary event brings together all those with an interest, including researchers, scientists, clinicians, allied healthcare professionals, people living with dementia, family members, care professionals, and staff and volunteers of Alzheimer associations.

In 2018, the 33rd International Conference of ADI will be held in Chicago, United States, following the Alzheimer’s Association International Conference.

15
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

15/08/2018
kl. 16:30 - 18:30

Staðsetning

Setrið, Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 18:30

Stutt lýsing

Á hverju ári bjóða Alzheimersamtökin þeim sem ætla að hlaupa til góðs fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til hvatningarhátíðar í vikunni fyrir hlaupið.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að líta við, hvort sem fólk ætlar að hlaupa, hvetja eða heita á. Það er hægt að taka þátt í hlaupinu á ýmsan hátt, það þurfa ekki allir að hlaupa :) 

Það verður stutt kynning á starfsemi samtakanna og hvernig þeirri upphæð sem safnaðist síðast hefur verið varið. Jafnframt koma reyndir hlauparar og gefa ráð varðandi æfingar og næringu í undirbúningi fyrir hlaupin. Á myndinni hér að ofan má sjá feðgana og hlauparana Þorkel Stefánsson og Stefán Gíslason fara yfir málin á móttökunni í fyrra. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 

16
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2018

16/08/2018
kl. 15:00 - 20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00 - 20:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Skráningarhátíðinni fyrir Reykjavíkurmaraþonið; Fit & Run Expo 2018 í Laugardalshöll um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn. Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Þeir sem hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin og hafa ekki þegar fengið hlaupabol geta nálgast hann við básinn. Erum með allar stærðir í karla og kvennasniði og það verða mátunarklefar á staðnum eins og undanfarin ár. 

Fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa en vilja líta við minnum við á að það er frítt inn á sýninguna og hún er öllum opin. Við verðum með söluvarninginn okkar og eitthvað sætt að maula. Hlökkum til að sjá ykkur :)

VEFTRÉ
W:
H: