RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Lokað í dag

14/03/2018

Lokað er á skrifstofu okkar í Setrinu í Hátúni 10 í dag vegna veikinda. 

 

Minningarkort sem berast í gegnum heimasíðuna verða send á morgun. 

 

Minnum á að það má alltaf senda tölvupóst á alzheimer[a]alzheimer.is 

 

Skrifstofan verður opin á morgun kl.10:00-15:00. 

Minnismóttakan á Landakoti

13/03/2018

Athygli er vakin á nýrri heimasíðu Landspítala Háskólasjúkrahúss og þar undir uppfærðum upplýsingum um öldrunarlækningadeildir spítalans á Landakoti. 

 

Þar segir um Minnismóttökuna: 

 

Minnismóttaka

Minnismóttakan er fyrir einstaklinga sem hafa einkenni sem benda til heilabilunarsjúkdóma.

Helstu einkenni eru minnistap, skert ratvísi, verkstol og málstol. Einnig geta verið geðræn einkenni svo sem ranghugmyndir, þunglyndi, kvíði, dægurvilla og fleira.

Hlutverk og starfsaðferðir 

  • Greina orsök einkenna um vitræna skerðingu.
  • Veita sérhæfða meðferð og fylgja henni eftir.
  • Veita upplýsingar um þjónustu sem samfélagið veitir.
  • Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum sem sjúkdómurinn veldur á daglegu lífi og högum fjölskyldunnar.
  • Gefa leiðbeiningar um hjúkrun og hafa milligöngu um að hún sé veitt.
  • Veita sjúklingum og fjölskyldum þeirra fræðslu og auka þekkingu fagfólks um heilabilunarsjúkdóma og afleiðingar þeirra.
  • Stunda rannsóknir.
  • Hafa samstarf við aðra sem vinna að málefnum heilabilaðra utan lands sem innan. 

Smellið hér til opna síðuna. 

 

Á síðunni eru einnig upplýsingar um Minnismóttökuna á ensku. Smellið hér til að opna síðuna á ensku. 

 

Símanúmer minnismóttöku er 543 9900 eða 543 9850

Göngudeildin er opin virka daga. kl. 08:00-16:00.

 

Við bendum á að fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra geta hringt á Minnismóttökuna til að fá upplýsingar um þjónustu þar eða ráðleggingar í tengslum við sjúkdómsferlið. 

Fullt á námskeið um heilabilun

08/03/2018

Fullt er á bæði grunnnámskeiðin um heilabilun sem haldin verða í apríl næstkomandi. 

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á biðlista geta sent póst á sirry[@]alzheimer.is.

Til stendur að halda sama námskeið á Egilsstöðum í haust. Áhugasamir geta skráð sig á póstlista vegna þess með því að smella hér. 

 

Námskeiðin verða föstudaginn 13. apríl í Reykjavík og föstudaginn 20. apríl á Akureyri. 

Þátttakendur fá tölvupóst með nánari upplýsingum á næstu dögum. 

 

 

Á ferð og flugi

06/03/2018

Starfsfólk Alzheimersamtakanna hefur ekki slegið slöku við síðustu vikur og verið á ferð og flugi til að fræða um heilabilun. Miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn vorum við í Reykjanesbæ þar sem okkur var boðið að skoða hjúkrunarheimili Hrafnistu á Nesvöllum og Selið, sérhæfða dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Seinni partinn flutti fræðslustjóri samtakanna Sirrý Sif Sigurlaugardóttir félagsráðgjafi erindi á Alzheimer kaffi í salnum á Nesvöllum. Tenglastarf samtakanna á Suðurnesjum hefur til margra ára verið mjög virkt og þar er góður hópur sjálfboðaliða sem staðið hefur fyrir Alzheimer kaffi síðustu ár. Kaffið var vel sótt og góðar umræður sköpuðust út frá efni fyrirlestursins sem var Að lifa vel með heilabilun. 

 

Fimmtudaginn 1. febrúar var Alzheimer kaffi í Reykjavík þar sem Sigríður Lóa Rúnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður í Fríðuhúsi sérhæfðri dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun sagði frá starfseminni þar. Alzheimer kaffi í Reykjavík er mánaðarlega yfir vetrartímann, haldið í salnum í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.17:00.

 

Miðvikudaginn 7. febrúar fór fræðslustjóri og hitti starfsfólk Sinnum heimaþjónustu til að fara yfir samskipti við fólk með heilabilun. Þar starfar fjölbreyttur hópur við enn fjölbreyttari verkefni. Stór hluti þeirra þjónustu er við fólk með heilabilun sem býr enn í heimahúsum og þarfnast einhverns konar aðstoðar við athafnir daglegs lífs. Hópurinn var afar áhugasamur og fagnaði aukinni fræðslu um málefnið.

 

Fimmtudaginn 8. febrúar var opinn fræðslufundur á Akranesi. Sá fundur var tilkominn að frumkvæði íbúa á Akranesi sem settu sig í samband við Alzheimersamtökin og óskuðu eftir samstarfi. Þær kraftmiklu konur, Laufey Jónsdóttir og Heiðrún Janusardóttir eru nú tenglar samtakanna á Akranesi og stefna á að fylgja góðum fundi eftir með áframhaldandi vinnu á Skaganum. Mætingin á fundinn fór fram úr björtustu vonum en tæplega 80 gestir lögðu leið sína í Garðakaffi eftir vinnu þennan fimmtudag þrátt fyrir leiðindaveður. Starfsfólk Alzheimersamtakanna hlakkar til að vinna áfram með áhugasömum félagsmönnum á Akranesi. 

 

Föstudaginn 16. febrúar fór árlegt Félagsráðgjafaþing fram á Hilton Reykjavík og þar tók fulltrúi Alzheimersamtakanna þátt á málstofu um velferð eldra fólks með erindið Mannréttindi fólks með heilabilun. Frekari fréttir af þinginu má lesa á heimasíðu Félagsráðgjafafélags Íslands, smellið hér. 

 

Miðvikudaginn 14. febrúar stóð til að fara í Snæfellsbæ en vegna veðurs varð að fresta þeirri ferð um rúma viku. Hún var því farin fimmtudaginn 22. febrúar þó veðrið væri ekki upp á sitt besta þann daginn heldur. Dagskráin var stíf; einn fjölskyldufundur, fræðsla fyrir starfsfólk hjúkrunarheimilisins Jaðars í Ólafsvík og opinn fræðslufundur í Átthagastofu Snæfellsbæjar seinni partinn. Þetta var langur dagur en gaman að koma á Snæfellsnesið. Eftir ferðina eru samtökin nokkrum félagsmönnum ríkari og mögulega komin með tengla á svæðinu. Það verður tilkynnt sérstaklega þegar þeir taka formlega til starfa. 

 

Síðastliðinn fimmtudag, þann 1. mars var svo aftur komið að Alzheimer kaffi í Reykjavík. Þá var það Magnea Tómasdóttir tónlistarkona sem fjallaði um tónlist og heilabilun. Hún hefur mikla reynslu, bæði persónulega og faglega af heilabilunarsjúkdómum og benti á ýmsa möguleika í notkun tónlistar til að auka vellíðan fólks með heilabilun. Venju samkvæmt var kaffið vel sótt og mikil ánægja með fræðsluna, veitingarnar og tónlistina í lokin. Við hvetjum alla sem hafa áhuga til að líta inn í næsta kaffi þann 5. apríl. Þá verður kynning á Sóltún Heima, þjálfun í heimahúsi. 

 

Næsti opni viðburður er fræðslufundur um Sjálfræði fólks með heilabilun þriðjudaginn 13. mars í Hásal í Hátúni 10. Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur og höfundur bókarinnar Þegar amma var ung verður gestur okkar á fundinum. Eins og alltaf er fræðslufundum streymt á Facebook síðu samtakanna. Þeir sem ekki eiga heimagengt geta horft þar. Þar má jafnframt horfa á alla eldri fræðslufundi samtakanna. Smellið hér til að sjá upptökur. 

 

 

Sjáumst! :) 

 

 

20
mar

Samverustund að degi

20/03/2018
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegar samverustundir að degi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

27
mar

Samverustund að kvöldi

27/03/2018
kl. 19:30 - 21:00

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 19:30 - 21:00

Stutt lýsing

Mánaðarlegar samverustundir að kvöldi fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Markmiðið með samverunni er að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

 

Allir aðstandendur fólks með heilabilun eru hvattir til að koma og spjalla. Ekki þarf að skrá sig og aðgangur er ókeypis.

05
apr

Alzheimer kaffi í Reykjavík

05/04/2018
kl. 17:00 - 18:30

Staðsetning

Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31, 108 Reykjavík

Tími

Kl. 17:00 - 18:30

Stutt lýsing

Spjall - fræðsla - kaffiog meðlæti - söngur með undirleik.
Aðgangseyrir 500 kr. kaffi innifalið.
Ekki þarf að skrá sig bara mæta á staðinn.

Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnir starfsemi Sóltún Heima. 

10
apr

Fræðslufundur í Reykjavík

10/04/2018
kl. 16:30 - 17:30

Staðsetning

Hátúni 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 17:30

Stutt lýsing

Opinn fræðslufundur í sal Alzheimersamtakanna. 

 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis og heitt á könnunni. 

Líney Úlfarsdóttir, öldrunarsálfræðingur flytur erindið Mikilvægi notendasamráðs í félagsþjónustu. 

VEFTRÉ
W:
H: