RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið.

13/06/2018

Um leið og við óskum Töru Björt Guðbjartsdóttur til hamingju með meistaragráðu sína í heilbrigðisvísindum frá Háskólanum á Akureyri hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér niðurstöður rannsóknar hennar sem ber titilinn:

 

Þetta var erfiðasta hlutverk sem ég hef fengið: áhrif Alzheimer sjúkdóms á aðstandendur: andleg og líkamleg áhrif og reynsla af þjónustu sem veitt var í sjúkdómsferlinu.

 

Ritgerðin er aðgengileg á Skemmunni, smellið hér til að opna í nýjum flipa. 

 

Takk fyrir þetta verk Tara Björt og gangi þér vel í framtíðarverkefnum.

Leiðbeiningar um innleiðingu stefnu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni

07/06/2018

Nú 1. júní 2018 gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO út veglegt plagg með leiðbeiningum um mótun og innleiðingu stefnu í málefnum fólks með heilabilun. 

 

Aðeins nokkur lönd hafa mótað landlæga stefnu í málefnum fólks með heilabilun þrátt fyrir að áætlað sé að 50 milljónir manns um allan heim séu með heilabilun. WHO hvetur aðildaríki til að útbúa alhliða opinbera stefnu sem byggir á fjölfaglegri nálgun til að auka lífsgæði, greiða fyrir aðgengi að þjónustu og draga úr fordómum og félagslegri einangrun fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra. 

 

Með útgáfunni er ætlunin að aðstoða aðildaríki við undirbúning, gerð, innleiðingu og eftirfylgd slíkrar stefnu. 

 

Það er von Alzheimersamtakanna á Íslandi að heilbrigðisráðherra skipi sem fyrst starfshóp til að móta stefnu í málefnum fólks með heilabilun sem feli í sér vitundarvakningu og fræðslu til almennings og aðstandenda, aukna áherslu á öflun tölulegra upplýsinga, markvissar rannsóknir og átar til að auka gæði umönnunar fyrir ört stækkandi sjúklingahóp í samfélaginu, eins og segir í þingsályktun sem samþykkt var einróma á Alþingi 31. maí 2017.

 

Smellið hér til að lesa þingsályktunina í heild.   

 

Smellið hér til að lesa skjalið frá WHO í heild. 

Lokað í dag

05/06/2018

Lokað er á skrifstofu Alzheimersamtakanna í Setrinu, Hátúni 10 í dag vegna stefnumótunarvinnu starfsfólks.

Opnum á morgun á venjulegum tíma kl.09:00 - 15:00. 

 

Minningarkort sem berast í gegnum vefinn í dag verða send á morgun. Tölvupóstum sem berast á alzheimer[hjá]alzheimer.is verður svarað við fyrsta tækifæri.

Alzheimerkaffi á Höfn

30/05/2018

Fréttir af starfseminni á Höfn: 

 

Mánudaginn 28.maí komu þær Ingunn og Fredrike til Hafnar að kynna fyrir okkur hið frábæra samskipta og tengslanet Memaxi sem er fyrir aðstaðendur og starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Nú er verið að koma þessu kerfi inn á margar heilbrigðisstofnanir um landið og ætti það að auka skilvirkni á upplýsingum milli aðstaðenda og starfsmanna.

 

Memaxi er snjallforrit sem auðveldar skipulag hjá þeim sem njóta aðtoðar og gerir þá að virkari þátttakendumí eigin lífi. Mjög einfalt viðmót leiðir einstaklinginn í gegnum daginn. Aðstaðendur og fagfólk geta bætt inn upplýsingum og allir eru upplýstir um gang mála. Það er auðvelt að prófa og sjá hvernig Memaxi getur hjálpað eisntaklingum sem búa einir heima.

 

Memaxi er alltaf að þróast meira og meira það sem vakti mikinn áhuga, sem er nýung - það er lífssaga einstaklingana sem eru notendur og það er leið margra aldraðra að enda sína ævidaga á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun og ég sem starfsmaður sé að þetta er gott samskiptatæki fyrir starfsfólk sem kemur til að aðstoða viðakomandi. Þarna er búið að skrá hvernig venjur einstaklinga eru varðandi fótaferðatíma, klæðnað og matarvenjur til dæmis. 

 

Ég tel að ef ég sem notandi og hafi með mér mitt Tölvuspjald og búið verði að fylla vel út í það sem skiptir mig máli í mínu lífi þá ættu þessar upplýsingar að auðvelda öllum að skilja hvort annað. Og ef notandi fær að halda sinni reisn og hlustað og farið eftir hans þörfum þá líði öllum betur í breyttum aðstæðum.

 

Fundurinn var vel sóttur, boðið var upp á randalínu og kleinur með kaffinu,  harmonikkileikarinn Haukur Helgi Þorvaldsson kom og lék undir í fjöldasöng. Söngur hefur margþættan lækningamátt auk þess að senda alla glaða út í kvöldið eftir góðan söng þá er þetta ein besta lungnaæfing sem við öll getum gert.

 

Takk fyrir okkur,

 

Þorbjörg Helgadóttir tengill á Höfn, 

Félagsliði á hjúkrunardeild HSSA,

thorbjorgh[a]hornafjordur.is

 

19
jún

Nordisk Demenskoference

19/06/2018
kl. 09:00 - 17:00

Staðsetning

Kaupmannahöfn

Tími

Kl. 09:00 - 17:00

Stutt lýsing

Norræni Heilabilunarfundurinn verður haldin í Kaupmannahöfn dagana 19. og 20. júní. Alzheimersamtökin á Íslandi senda tvo fulltrúa í ár. Þema ráðstefnunnar er Demensvegnligt samfund eða Vinveitt samfélag fyrir fólk með heilabilun.

Norræni fundurinn er árlegur viðburður sem haldinn er til skiptis á Norðurlöndunum. Á síðasta ári buðu Færeyingar heim en í ár er það Alzheimerforeningen í Danmörku sem skipuleggur fundinn. Það hefur verið mikið átak í því að upplýsa almenning um heilabilun og hvernig samfélagið getur stutt við fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það má lesa nánar um Demensvenner með því að smella hér. 

09
júl

Sumarlokun á skrifstofu

09/07/2018
kl. 09:00-15:00

Staðsetning

Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 09:00-15:00

Stutt lýsing

Skrifstofa Alzheimersamtakanna í Hátúni 10 verður lokuð frá og með mánudeginum 9. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. 

Opnum aftur þriðjudaginn 7. ágúst :) 

Minningarkort sem berast í gegnum heimasíðuna meðan skrifstofan er lokuð verða send næsta virka dag. 

15
ágú

Móttaka fyrir hlaupara

15/08/2018
kl. 16:30 - 18:30

Staðsetning

Setrið, Hátún 10, 105 Reykjavík

Tími

Kl. 16:30 - 18:30

Stutt lýsing

Á hverju ári bjóða Alzheimersamtökin þeim sem ætla að hlaupa til góðs fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til hvatningarhátíðar í vikunni fyrir hlaupið.

Við hvetjum þá sem hafa áhuga til að líta við, hvort sem fólk ætlar að hlaupa, hvetja eða heita á. Það er hægt að taka þátt í hlaupinu á ýmsan hátt, það þurfa ekki allir að hlaupa :) 

Það verður stutt kynning á starfsemi samtakanna og hvernig þeirri upphæð sem safnaðist síðast hefur verið varið. Jafnframt koma reyndir hlauparar og gefa ráð varðandi æfingar og næringu í undirbúningi fyrir hlaupin. Á myndinni hér að ofan má sjá feðgana og hlauparana Þorkel Stefánsson og Stefán Gíslason fara yfir málin á móttökunni í fyrra. 

Hlökkum til að sjá ykkur! 

16
ágú

Alzheimersamtökin á Fit & Run Expo 2018

16/08/2018
kl. 15:00 - 20:00

Staðsetning

Laugardalshöll

Tími

Kl. 15:00 - 20:00

Stutt lýsing

Kíktu við á básnum okkar á Skráningarhátíðinni fyrir Reykjavíkurmaraþonið; Fit & Run Expo 2018 í Laugardalshöll um leið og þú sækir hlaupagögnin þín fyrir stóra daginn. Við verðum á svæðinu allan tímann báða dagana. 

Þeir sem hlaupa til góðs fyrir Alzheimersamtökin og hafa ekki þegar fengið hlaupabol geta nálgast hann við básinn. Erum með allar stærðir í karla og kvennasniði og það verða mátunarklefar á staðnum eins og undanfarin ár. 

Fyrir þá sem ætla ekki að hlaupa en vilja líta við minnum við á að það er frítt inn á sýninguna og hún er öllum opin. Við verðum með söluvarninginn okkar og eitthvað sætt að maula. Hlökkum til að sjá ykkur :)

VEFTRÉ
W:
H: