RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Önnur þjónusta

Rauði krossinn

Heimsóknavinir er verkefni á vegum Rauða krossins. Um gífurlega fjölbreytt starf er að ræða þar sem það er sérsniðið að þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem heimsóttir eru.

Hvað gera heimsóknavinir?

Þeir geta talað saman, hlustað, spilað, föndrað, farið saman út að ganga, í bíó, á kaffihús, farið saman út að keyra eða t.d. fengið hund í heimsókn til sín. Mikilvægt er að geta tekið hverjum og einum eins og hann er, fyrirkomulag heimsóknarinnar er samkomulag.

Nánari upplýsingar um heimsóknarvini má nálgast á heimasíðu Rauða Krossins

Iðjuþjálfun

 

Sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi 

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir - Iðjuþjálfi með Msc. í öldrunarfræðum

Á langan og farsælan starfsferil í þjónustu og þjálfun aldraðra búsetta heima sem og á stofnun.

Þjónustusvæði: höfuðborgarsvæðið og nágrenni.

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).

Netfang: g.hallgrimsdottir@gmail.com

Sími: 848-6509

Kostnaður: samið er um verð fyrir hvert verkefni í upphafi þjónustuferlis.


Mat / ráðgjöf / þjálfun / fræðsla

  • Heimilisathugun og aðstoð við breytingar ef þörf er á
  • Aðstoð við umsókn hjálpartækja
  • Ráðgjöf í tengslum við velferðartækni
  • Fyrirlögn matstækja til að meta getu og færni s.s. minnisgetu, félagslegar aðstæður o.fl.
  • Skýrslugerð um aðstæður einstaklinga
  • Minnisþjálfun
  • Akstursfærnimat
  • Fræðsla í tengslum við heilsu, vellíðan og lausnir

Sjá jafnframt síðu á Facebook með því að smella hér

VEFTRÉ
W:
H: