RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra

Austurland: Grunnnámskeið um heilabilun

Grunnnnámskeið Alzheimersamtakanna um heilabilun verður haldið á Austurlandi fimmtudaginn 27. september n.k. á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. 

 

Þátttökugjald er 20.000 kr.- á mann og greiðist við skráningu. Hámarksfjöldi þátttakenda er 35 og skráningarfrestur til 5. september. Allir fá viðukenningarskjal sem staðfestir þátttöku. Lokað verður fyrir skráningu þegar hámarksfjölda er náð. 

 

Markmið námskeiðsins er að veita grunnþekkingu á heilabilunarsjúkdómum og einkennum þeirra. Hvað er eðlileg öldrun? Hvað er heilabilun? Hverjar eru algengustu tegundir heilabilunar?
Hvernig hefur heilabilun áhrif á vitræna getu, framkomu og hegðun, líðan og heilsu þeirra sem veikjast? Farið er yfir hlutverk umönnunaraðila í samskiptum við fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra.
Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að geta gert grein fyrir mismunandi tegundum heilabilunarsjúkdóma, einkennum þeirra og meðferð, þekkja þá hugmyndafræði sem liggur til grundvallar umönnun fólks með heilabilun og geta átt uppbyggileg samskipti við fólk með heilabilun í þeim tilgangi að hámarka vellíðan í öllum aðstæðum.

 

Á námskeiðinu er fjallað um:

• Líffræði heilabilunarsjúkdóma, greiningu og meðferð.
• Persónumiðaða umönnun (e. person centered care). 
• Lífsgæði og áhrif á daglegt líf.
• Að hámarka vellíðan fólks með heilabilun.
• Áhrif á fjölskylduna og einstaklinginn.
• Samskipti og heilabilun.
• Heilabilunarráðgjöf sem fag (d. demenskoordinator). 
• Vinveitt samfélög (e. dementia friendly communities).

 

Ávinningur þinn:

• Aukin þekking á heilabilunarsjúkdómum, einkennum þeirra og meðferð.
•Aukinn skilningur á áhrifum heilabilunar á þá sem veikjast.
• Aukin færni í samskiptum við fólk með heilabilun. 
• Aukin þekking á leiðandi hugmyndafræði í umönnun fólks með heilabilun á öllum þjónustustigum.
• Færni í stöðugu viðhaldi og uppfærslu þekkingar.

 

Fyrir hverja:

Námskeiðið er ætlað öllum sem starfa með fólki með heilabilun eða hafa hug á að starfa með fólki með heilabilun, bæði starfsmönnum við umönnun og öðrum fagaðilum í félags- og heilbrigðisþjónustu.

 

 

20000,-
VEFTRÉ
W:
H: