RÁÐGJAFASÍMINN
533 10 88
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
Innkaupakerra
Um Alzheimersamtökin

Lög

Lög Alzheimersamtakanna á Íslandi

 

Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð 1985.

Við stofnun hét félagið FAAS - félag áhugafólks og aðstandenda um Alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma.

 

Núgildandi lög voru samþykkt á aðalfundi þann 11. maí 2016 og þar með nafnabreyting yfir í Alzheimersamtökin. Í þeim er meðal annars kveðið á um tegund og markmið Alzheimersamtakanna.

 

Smellið hér til að opna lögin í nýjum glugga.Stjórn

Núverandi stjórn Alzheimersamtakanna var kosin á aðalfundi 9. maí 2018.
Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega á aðalfundi, en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn, tveir og tveir.
Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Stjórnina skipa:

Árni Sverrisson, formaður 

Brynjólfur Bjarnason, varaformaður            

Fríða Proppé, meðstjórnandi

Guðjón Brjánsson, meðstjórnandi     

Berglind Anna Magnúsdóttir, meðstjórnandi 

Guðlaug Guðmundsdóttir, varamaður

Guðbjörg Alfreðsdóttir, varamaður 

 

Starfsfólk skrifstofu

 

              

     Sigríður Eyjólfsdóttir        Sirrý Sif Sigurlaugardóttir     Vilborg Gunnarsdóttir

     Verkefnastjóri                    Fræðslu- og verkefnastjóri    Framkvæmdastjóri

        s.533-1088                            s.625-8626                            s. 844 6500

 

Skrifstofan er til húsa í Hátúni 10, 105 Reykjavík.

 

Hún er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 10:00-15:00.

 

Sími: 533-1088 Netfang: alzheimer@alzheimer.is

     

     

 


 

 

 

 


Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma var stofnað 1985,

hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum


 


Alzheimersamtökin starfa um land allt. Ásamt tenglum á landsbyggðinni standa samtökin fyrir fundum víðsvegar um landið og eru þeir auglýstir sérstaklega á hverjum stað fyrir sig.

Alzheimersamtökin deila skrifstofuhúsnæði með sex öðrum sjúklingafélagi í Setrinu, Hátúni 10 í Reykjavík.  

 

Hjá samtökunum er hægt að leita upplýsinga og fá ráðgjöf. Þar er jafnframt hægt að gerast meðlimur og kaupa minningarkort félagsins.

 

Félagið er aðildafélag að Öryrkjabandalagi Íslands, evrópska Alzheimersfélaginu , alþjóðlegu Alzheimerssamtökunum og í samstarfi við Alzheimersfélögin á Norðurlöndum

 

 

Starfsemin

FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma var stofnað árið 1985. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda með fræðslufundum og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Markmið félagsins er enn það sama rúmum 30 árum síðar en í maí 2016 var nafni þess breytt í Alzheimerssamtökin.

 

Fjármögnun
Fjármögnun félagsins byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

 

Félagið rekur dagþjálfun í þremur húsum fyrir fólk með greindan heilabilunarsjúkdóm.  Fríðuhús að Austurbrún 31 í Reykjavík, Maríuhús að Blesugróf 27 í Reykjavík og Drafnarhús að Strandgötu 75 í Hafnarfirði.

Opnir fræðslufundir eru yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir undir viðburðum og á samfélagsmiðlum. Félagsmenn og aðrir sem hafa skráð sig á póstlista fá jafnframt senda áminningu í tölvupósti um viðburði félagsins.

 

Skoðunarmenn reikninga
Kristinn Jörundsson viðskiptafræðingur og bókari

Ragnheiður K. Karlsdóttir, viðurkenndur bókari

 

Löggiltur endurskoðandi: Viðar G. Elísson.

Merkið okkar

Þegar nafni samtakanna var breytt úr FAAS - félag áhugafólks og aðtandenda um alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma þann 11. maí 2016 var um leið kynnt nýtt félagamerki. Jóhanna Svala Rafnsdóttir hjá Kapli markaðsráðgjöf hannaði merkið og sá Kapall jafnframt um að hann útlit nýrrar heimasíðu. Fyrir það kunnum við þeim bestu þakkir.

Nýja merkið táknar annars vegar heilahvelin tvö, annað er ljósara en hitt til að endurspegla minnkaða virkni.

Jafnframt má lesa út úr merkinu lítið a, fyrir Alzheimer.


 

 

 

VEFTRÉ
W:
H: