Þakklæti til tengla samtakanna

29. apríl 2024

Tenglar Alzheimersamtakanna í Borgarnesi þær Guðný og Ólöf Soffía hafa starfað í sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin frá október 2018. Þeim finnst þetta hafa verið góður tími og fundið fyrir miklum velvilja hjá samfélaginu fyrir málstaðnum ásamt því að hafa fengið ómælda hjálp frá góðum stuðningsaðilum. Þær hafa staðið fyrir þremur til fimm Alzheimerkaffi árlega og ávallt verið vel sóttir, um 40-80 manns.

Tenglar Alzheimersamtakanna eru nú starfandi á 16 stöðum á landinu og unnið er að frekari þéttingu netsins.

Síðasta Alzheimerkaffi þeirra var haldið 18. apríl og þökkum við þeim kærlega fyrir frábært samstarf í gegnum árin og þakklæti fyrir að auka umræðu í samfélaginu um heilabilunarsjúkdóma.

Þar hélt Sirrý Sif áhugaverðan fyrirlestur tengdan doktorsverkefni sínu þar sem hún gerði meðal annars góð skil á því hvernig er að vera ófromlegur umönnunaraðili. Jónína Erna organisti var þar á eftir með líflegt undirspil og söng. Allir fóru svo glaðir heim.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?