RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fyrstu einkenni

Er minnið að gefa sig?

Er einhver sem þér er annt um farinn að gleyma?

Endurtekur hann spurningar?

Á hann erfitt með að finna orð?

Ber á persónuleikabreytingum?

 

Hér á heimasíðu Alzheimersamtakanna má finna ýmsar

upplýsingar um heilabilunarsjúkdóma og allt sem þeim tengist.

Ekki hika við að hafa samband ef þú finnur ekki það sem þú leitar að.

Sími: 533 1088.Fyrstu vísbendingar um heilabilunarsjúkdóm

 • Gleymni sem nýlega hefur orðið vart og hefur áhrif á starfshæfni
 • Erfiðleikar við algeng viðfangsefni, innkaup, matargerð o.þ.h.
 • Minnkandi félagsfærni
 • Erfiðleikar við að nota einföld orð eða jafnvel setningar rétt
 • Mistúlkun á orðum og gerðum annarra
 • Erfiðleikar við að glöggva sig á tíma og rúmi - ratar ekki í áður velþekktu umhverfi 
 • Léleg eða minnkandi dómgreind 
 • Erfiðleikar við óhlutbundna hugsun
 • Hlutirnir ekki settir á sinn rétta stað
 • Persónuleikabreytingar
 • Minnkandi frumkvæði eða framtakssemi

HEILRÆÐI #4

Næringin er mikilvæg

Stór hluti af því að hugsa vel um heilann er að næra hann vel. Byrjaðu í dag að huga að hollu mataræði til að draga úr líkunum á veikindum síðar á ævinni. Borðaðu ávexti og grænmeti daglega, notaðu áfengi og tóbak í hófi og ekki gleyma að drekka vatn.

Hvert á að snúa sér?

Ef grunur kviknar um að einstaklingur sé með heilabilun er fyrsta skref að leita til heimilislæknis. Sé frekari rannsókna þörf vísar hann á viðeigandi sérfræðing eða útbýr beiðni til Minnismóttöku Landspítala. Minnismóttaka hefur verið starfrækt á göngudeildinni á Landakoti við Túngötu frá árinu 1995. Allt rannsóknarferlið þar miðar að því ganga úr skugga um hvort um heilabilunarsjúkdóm sé að ræða og að útiloka aðra þætti sem gætu valdið einkennunum. Samsvarandi ferli fer einnig fram á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Þegar greiningarferli er hafið eða þegar greining liggur fyrir getur fólk átt rétt á þjónustu frá sínu sveitarfélagi. Mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta er í boði. Félagsþjónusta og heilsugæsla veita nánari upplýsingar um þá þjónustu sem býðst á hverjum stað fyrir sig. 

Alzheimersamtökin veita ráðgjöf, stuðning og upplýsingar um hvað eina sem tengist heilabilunarsjúkdómum. Ekki hika við að leita til okkar.


VEFTRÉ
W:
H: