Alois Alzheimer
Alois Alzheimer (1864 -1915) var þýskur læknir sem fyrstur manna skilgreindi Alzheimer sjúkdóminn árið 1906. Hann hafði áhuga á að rannsaka heilann og þá sérstaklega heilabörkinn. Fyrsti sjúklingurinn sem formlega var greindur með Alzheimer sjúkdóm var kona að nafni Auguste Deter. Hún var skjólstæðingur Alois Alzheimer sem lýsti hinum óþekkta sjúkdómi sem herjaði á hana og dró hana til dauða þegar hún var aðeins 55 ára að aldri. Helstu einkenni sjúkdómsins voru minnisleysi, misáttun og skynvilla.
Alzheimer kynntist Auguste Deter sem sjúklingi og rannsakað heila hennar eftir andlátið. Krufning sýndi margskonar óeðlilegar breytingar á heilanum. Heilabörkurinn var þynnri en eðlilegt var, hrörnun af því tagi sem aðeins sést hjá miklu eldra fólki var mikil og skellur (Neurofibrillary Tangles) voru í heilanum sem aldrei höfðu verið rannsakaðar fyrr en nú að Alzheimer gerði það. Enn þann daginn í dag byggja greiningaraðferðir Alzheimerssjúkdómsins á sömu grundvallaratriðum og Alzheimer kynnti í fyrirlestri sínum í nóvember 1906.
Smellið á nöfnin til að lesa nánar um Alois Alzheimer og Auguste Deter.
