Upptökur af fræðslufundum
Fræðslufundir og fyrirlestrar eru haldnir í nafni samtakanna hjá ýmsum félögum og stofnunum. Reglulegir fræðslufundir eru haldnir í húsnæði Alzheimersamtakanna, sem er staðsett í Lífsgæðasetri St.Jó, 3.hæð, Suðurgötu 41 Hafnarfirði.
Allir fræðslufundir okkar eru auglýstir undir viðburðir.
Hægt er að nálgast upptökur af fræðslufundum okkar hér fyrir neðan.
Tvistar sinnum á ári eru fræðslufundir í Seiglunni fyrir þá sem nýverið hafa greinst með heilabilun. Í fræðslunni er farið yfir helstu þætti sem snúa að breytingum á lífi einstaklingsins og aðstandendum hans við greiningu, hvað er gott að hafa í huga þegar til framtíðar er litið og fleira. Einnig er starfsemi og markmið Seiglunnar kynnt og gefin kostur á spurningum og umræðum í lok fræðslu.
Fræðsla til fyrirtækja
Sigurbjörg Hannesdóttir, iðjuþjálfi, starfar sem fræðslustjóri Alzheimersamtakanna. Við förum um allt land og ekki hika við að hafa samband. Fræðsluframboðið er sniðið að ykkar þörfum:
Fræðslan er á kostnaðarverði og hafið samband til að fá verðupplýsingar.