RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Smáforritið Heilabilun

23/05/2022

Ertu búinn að kynna þér smáforritið Heilabilun?

Það er á íslensku og er ókeypis og fyrir alla þá sem vilja fræðast um heilabilun. Hægt er að hlaða niður appinu ókeypis á "Play Store" eða "App Store" undir heitinu Heilabilun. Appinu er skipt í þrjá hluta og þar eru góð ráð sem koma að notum í samskiptum við fólk með heilabilun, aðstandendur og samstarfsfólk.

Endilega deildu þessum upplýsingum í þínu nærumhverfi svo sem flestir geta notið.

Ekki gert ráð fyrir rekstri Seiglunnar í áætlun ríkistjórnarinnar

16/05/2022

Viðtal við Vilborgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna á mbl.is um að ekki sé gert ráð fyrir rekstri Seiglunnar, nýrri þjónustumiðstöð fyrir fólk með heilabilun, í fjármálaáætlun ríkistjórnarinnar sem gidlir til 2025.
„Í aðgerðaáætl­un heil­brigðis­yf­ir­valda í mál­efn­um fólks með heila­bil­un stend­ur meðal ann­ars að koma skuli upp þjón­ustumiðstöð fyr­ir ný­greinda. Með dyggri hjálp frá Odd­fellow­regl­unni á Íslandi höf­um við hjá Alzheimer­sam­tök­un­um komið hús­næði á kopp­inn. Starfs­sem­in er kom­in í gang, við erum búin að ráða fólk og hingað er farið að koma fólk í þjón­ustu. Á sama tíma erum við ekki með trygg­ar rekstr­ar­tekj­ur,“ seg­ir Vil­borg og framtíðin er óljós að óbreyttu. 

Sjá viðtal á mbl.is hér.

Fræðslufundur í nýjum húsakynnum Alzheimersamtakanna

06/05/2022

Næsti fræðslufundur Alzheimersamtakanna verður haldinn þriðjudaginn 10.maí kl. 16:30 í nýjum húsakynnum samtakanna. Hvetjum sem flesta til að mæta á staðinn og fræðast um starfsemina sem fer fram í sérhæfðum dagþjálfunum. Verðum einnig með beint streymi og upptökur aðgengilegar á www.alzheimer.is og á viðburði á Facebook.

Vertu með, þín þátttaka skiptir miklu máli

Sjónaukinn 2022, ráðstefna heilbrigðisvísindasviðs HA

06/05/2022

Við vekjum athygli á árlegri ráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs HA : Sjónaukinn 2022, Áskoranir framtíðarinnar: Velferðarþjónusta í nærumhverfi.

Skráningin á Sjónaukann fer fram á heimasíðu HA þar sem finna má allar nánari upplýsingar.

 

Upphafsfundirnir verða með áherslu á öldrun og þjónustu við fólk með heilabilun með eftirfarandi fyrirlesurum:

Dr. Frida Andréasson, félagsfræðingur og nýdoktor, Linköping University, Svíþjóð.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi og MA í öldrunarfræðum, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.

Dr. Jón Snædal, sérfræðingur í almennum lyflækningum og prófessor í öldrunarlækningum.

Dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkrunarfræðideild HÍ.

Dr. Anne Marie Mork Rokstad, prófessor við Háskólann í Molde og nýdoktor við sjúkrahúsið í Vestfold, Noregi.

 

Ekkert kostar að skrá sig á ráðstefnuna og er hún opin öllum, jafnt fagfólki sem notendum heilbrigðis- og velferðarþjónustunnar, á staðnum og í streymi.

Hægt er að skoða viðburð á Facebook hér.

25
maí

Stuðningshópur fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm á fyrstu stigum

25/05/2022
kl. 14:30-15:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St. Jó (3ju hæð), Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði

Tími

Kl. 14:30-15:30

Stutt lýsing

Stuðningshópur ætlaður fólki með heilabilunarsjúkdóm á fyrstu stigum. 

Skráning nauðsynleg.

Til að bóka sig sendið tölvupóst til brynhildur@alzheimer.is

Hóparnir byggja á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með stuðningshópnum að hittast, spjalla, deila reynslu og spyrja spurninga sem brenna á mörgum. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. 


 

01
jún

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

01/06/2022
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3.ju hæð), Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir aðstandendur fólks með heilabilun.
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

 

Hópurinn byggist á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslu.

Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.


Engin skráning, bara mæta!

 

08
jún

Stuðningshópur fyrir fólk sem á maka með heilabilun á hjúkrunarheimili

08/06/2022
kl. 13:30 - 15:00

Staðsetning

Lífsgæðasetrið St. Jó, (3. hæð) Suðurgötu 41, Hafnarfirði

Tími

Kl. 13:30 - 15:00

Stutt lýsing

Stuðningshópar fyrir fólk sem á maka með heilabilun á hjúkrunarheimili. Hópurinn byggjst á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslu.

 

Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Engin skráning og bara mæta. 
 

 

VEFTRÉ
W:
H: