RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Fréttir & Viðburðir

Minning

04/08/2022

Í dag er til moldar borinn Magnús Sædal Svavarsson sem var einstakur vinur Alzheimersamtakanna. Sá vinskapur kom til þegar Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar hafði tekið þá risastóru ákvörðun að endurbyggja og innrétta 3ju hæð St. Jósepsspítala.

 

Magnús var byggingastjóri verkefnisins og fundum við strax að þarna fór ákveðinn maður með mikið verkvit sem stýrði verkinu af einstakri natni. Með honum við verkið voru tugir félaga hans í reglunni sem gerðu allt sem Magnús bað.

 

Við fundum líka að þarna fór maður með stórt hjarta sem strax tók málstað okkar að sér og bar hag okkar fyrir brjósti alla daga.

Undir lok framkvæmda veiktist Magnús en áfram hélt hann að mæta og fylgjast, þiggja kaffi og gott spjall.

 

Stjórn og starfsfólk Alzheimersamtakanna votta fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúð, þökkum við fyrir einstök kynni og ómetanlegt framtak.

Sumarlokun

15/07/2022

Skrifstofa Alzheimersamtakanna og þjónustumiðstöðin Seiglan lokar frá mánudeginum 18.júlí til mánudagsins 1. ágúst. Við minnum á Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem haldið verður 20.ágúst, sjá allar upplýsingar á www.rmi.is. Hægt er að styrkja hlaupara sem hlaupa til góðs á www.hlaupastyrkur.is.

Hægt er að gerast félagsmaður með rafrænum hætti á heimasíðu okkar og panta minningarkort sem verða afgreidd meðan skrifstofan er lokuð.

Ráðstefna í Búkarest - Alzheimer Europe

13/07/2022

Ætlar þú á Alzheimer Europe ráðstefnuna sem haldin verður í Búkarest í Rúmeníu 17.-19. október 2022?

Ráðstefnugjaldið hækkar 15. júlí úr 375 í 450 evrur. Þema ráðstefnunnar er “Building bridges” og nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er hér fyrir neðan

http://bit.ly/32AEC_agenda

http://bit.ly/32AEC_register

Vertu með, þín þátttaka skiptir máli

Sérþekking á hjúkrunarheimilum ekki nægileg

13/07/2022

Upp hafa komið dæmi þar sem aldraðir sjúklingar með heilabilun hafi verið útskrifaðir af hjúkrunarheimilum án þess að úrræði séu til staðar til að taka við því. „Vandamálið er að hjúkrunarheimilin fá ekki nægan stuðning til að sinna fólki sem er með erfið einkenni,“ segir Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og yfirmaður heilabilunareiningar Landspítalans. Hún leggur til að sett verði á stofn viðbragðsteymi til að aðstoða við sjúklinga með krefjandi einkenni, sem hafi sérþekkingu og færni í að umgangast einstaklinga í erfiðu ástandi. Þá væri hægt að takast á við atvik sem koma upp hjá sjúklingum án þess að útskrifa þá af heimili sínu. Sjá grein á mbl.is hér.

10
ágú

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

10/08/2022
kl. 13:30-14:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 13:30-14:30

Stutt lýsing

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

16
ágú

Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþon

16/08/2022
kl. 16:30 -17:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 16:30 -17:30

Stutt lýsing

Upplifðu maraþonið!
Reykjavíkurmaraþonið á að vera skemmtileg upplifun fyrir alla. Pétur Magnússon, áhugamaður um útivist og hlaup, miðlar af reynslu sinni og gefur okkur góð ráð, hvort sem við ætlum að hlaupa eða bara vera í klappliðinu.
Komdu í nýja húsnæði okkar í Lífsgæðasetrinu 3.hæð, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði þriðjudaginn 16.ágúst kl. 16:30-17:30. Allir hlauparar fá hlaupaboli merkta Alzheimersamtökunum og óvæntan glaðning.

17
ágú

Stuðningshópur fyrir fólk sem á maka með heilabilun á hjúkrunarheimili

17/08/2022
kl. 13:30-14:30

Staðsetning

Lífsgæðasetur St.Jó, 3.hæð, Suðurgata 41, Hafnarfjörður

Tími

Kl. 13:30-14:30

Stutt lýsing

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

20
ágú

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2022

20/08/2022
kl. 08:30

Staðsetning

Lækjargata

Tími

Kl. 08:30

Stutt lýsing

Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er hafin. Það eru fimm vegalengdir í boði og því ættu allir aldurshópar og öll getustig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allar upplýsingar um hlaupið er að finna hér.

Vilt þú hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna? Ef svo er þá hvetjum við þig til að muna leiðina og styrkja um leið Alzheimersamtökin eins og svo margir hafa gert í gegnum tíðina.

Þetta er einfalt!

1. Smellir á hnappinn "Skráðu þig hér"

2. Velur vegalengd og setur í körfu

3. Skráir inn upplýsingar um þig

4. Velur gott málefni til að styrkja

5. Klárar skráningu og staðfestir

6. Manst leiðina og byrjar að undirbúa þig

Takk fyrir ómetanlegan stuðning, við munum að sjálfsögðu hvetja ykkur áfram

VEFTRÉ
W:
H: