Aðalfundur 2025
16. apríl 2025
Aðalfundur Alzheimersamtakanna fór fram þann 14. apríl 2025 í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði.
Ný stjórn var kosin á fundinum þar sem Vilborg Gunnarsdóttir fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarmaður undanfarin ár ákvað að sækjast ekki eftir endurkjöri. Alzheimersamtökin þakka Vilborgu kærlega fyrir ómetanlegt starf í þágu samtakanna undanfarin ár og óskar henni velfarnaðar.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir er nýr stjórnarmaður og bjóðum við hana velkomna í hópinn.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir var endurkjörin formaður til eins ár.
Á myndinni má sjá Ragnheiði á milli Vilborgar og Sigríðar.