Áframhald á stuðningi við ráðgjöf
3. október 2024
Á dögunum var skrifað undir áframhaldandi stuðning við upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu Alzheimersamtakanna. Það er mjög ánægjulegt að segja frá því að aukin upplýsinga- og ráðgjafaþjónusta hefur veitt fólki með heilabilun og aðstandendum þess betra aðgengi og styttri biðtíma eftir stuðningi og ráðgjöf.
Ásta Kristín Guðmundsdóttir félagsráðgjafi MA mun áfram sinna ráðgjöfinni.
Boðið er upp á ráðgjöf á staðnum, í fjarviðtali eða í síma. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf í síma 520-1082 eða senda tölvupóst á radgjafi@alzheimer.is. Ráðgjöfin er öllum að kostnaðarlausu.