Alzheimerkaffi á Höfn – Fræðsla og tónlist

1. apríl 2025

Nýverið var haldið Alzheimerkaffi á Höfn í Hornafirði, þar sem gestir fengu fræðslu og tónlistarflutning í notalegu umhverfi.

Tvö fræðsluerindi voru á dagskrá. Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, stjórnandi stuðnings- og heimaþjónustu, og Kolbrún Rós Björgvinsdóttir, verkefnastjóri heimahjúkrunar, fluttu erindi sem þær nefndu „Þjónustan heim og heimahjúkrun í héraði“. Þar fjölluðu þær um hvernig þjónusta Velferðarsviðs og Heilsugæslunnar er samþætt til að styðja sem best við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra.

Að því loknu fræddi Ragnheiður Rafnsdóttir, verkefnastjóri Iðju og dagþjónustu og Alzheimertengill á Höfn, gesti um Yoga Nidra og slökunartækni sem getur nýst bæði þeim sem lifa með heilabilun og aðstandendum þeirra.

Loks skapaði Jón Haukur og Spaghettíbandið hlýlega stemningu með lifandi tónlist og flutningi nokkurra laga.

Það ríkti góður andi á viðburðinum, og eru öllum sem mættu þökkuð þátttakan.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?