Alzheimersamtökin heimsækja Ísafjörð
5. nóvember 2024
Íbúafundur
Mánudaginn 11.nóvember kl. 17.00-18.00 á 4. hæð stjórnsýsluhússins, Hafnarstræti 1
Íbúafundur með Alzheimersamtökunum sem hafa það markmið að miðla upplýsingum til fólks með heilabilun, aðstandenda, fagaðila og annarra sem láta sig málefnið varða. Á fundinum verður rætt um heilabilun og þá þjónustu sem er í boði á vegum samtakanna. Á Íslandi er áætlað að það séu um 6000 manns með heilabilunarsjúkdóma og það eru 300 manns undir 65 ára sem kallast þá snemmgreind heilabilun. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Fræðsla fyrir starfsfólk
Mánudaginn 11.nóvember kl. 13.00-14.00 - Staðsetning auglýst síðar.
Fræðsla um heilabilun og samskipti með Sigurbjörgu fræðslustjóra Alzheimersamtakanna. Farið verður yfir helstu einkenni heilabilunarsjúkdóma. Einnig hvernig samskiptin breytast og hvað við þurfum að hafa í huga. Mikilvægt að fjölmenna og fræðast, þín þátttaka skiptir máli.
Ráðgjöf
Mánudaginn 11. nóvember og þriðjudaginn 12. nóvember
Ásta Kristín ráðgjafi Alzheimersamtakanna býður uppá ráðgjafar– og stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga og/eða hjón/pör. Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal. Bókið ráðgjöf með því að senda póst á radgjafi@alzheimer.is. Ráðgjöfin er öllum að kostnaðarlausu.