Styrkur úr Minngarsjóði Hlyns Snæs
22. nóvember 2024
Árni Gunnar og Guðlaug Rún foreldrar Hlyns Snæs færðu Alzheimersamtökunum 400.000 kr. styrk úr Minningarsjóði Hlyns Snæs.
Sjóðurinn styrkir árlega samtök, hópa eða málefni en fyrir nokkru þá greindist amma Hlyns með Alzheimer og var þess vegna ákveðið að styrkja Alzheimersamtökin þetta árið.
Við erum ótrúlega þakklát og munum sjá til þess að styrkurinn nýtist vel í minningu Hlyns Snæs 💜