Dagskrá desember mánaðar

1. desember 2024

Í desember verða haldnir stuðningshópar í húsnæði samtakanna, sem og rafrænt. Næsti fræðslufundur er þó ekki á dagskrá fyrr en á nýju ári. En við minnum á að á heimasíðunni okkar undir flipanum fræðsla / fræðsluefni, er að finna upptökur frá ýmsum fræðsluerindum, sem haldin hafa verið á vegum Alzheimersamtakanna í gegnum tíðina.

Reynið að láta ekki "jólastressið" ná tökum á ykkur í desember, andið heldur djúpt og munið að njóta. Þó svo að frostið sé mikið þá hvetjum við þau sem geta, til útiveru og hreyfingar. Það er víða fallegt þar sem götur og garðar eru skreyttir jólaljósum og lífga þannig upp á skammdegið.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?