Erindi frá meistaranema

22. október 2024

,,Kæri lesandi.

Ég heiti Hanna Björk Atreye Sigfúsdóttir og er 24 ára meistaranemi til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nú hef ég skrif við meistararitgerð mína og óska eftir einstaklingum til þátttöku í eiginlegri rannsókn. Viðfangsefni ritgerðarinnar er aðgengi óformlegra umönnunaraðila langveikra maka að upplýsingum og þjónustu frá félagsþjónustu sveitarfélaga. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun óformlegra umönnunaraðila sem hafa annast langveika maka sína á upplýsingum og þjónustu sem stendur þeim til boða hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Að auki verður spurt út í áhrif umönnunarhlutverksins á sálfélagslega líðan. Leiðbeinandi og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Guðbjörg Ottósdóttir, dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands.

 

Gagnaöflun mun fara fram með einstaklingsviðtölum og er óskandi að ná 6 til 8 þátttakendum. Áætlað er að hvert viðtal taki að hámarki um klukkustund og er staðsetning viðtala samkomulagsatriði. Fullum trúnaði er heitið við framkvæmd rannsóknarinnar og verður ekki hægt að rekja svör til þátttakenda. Viðtölin verða hljóðrituð og síðan afrituð af rannsakanda, til að auðvelda úrvinnslu gagna. Hljóðupptökur og afritanir verða geymdar á læstu svæði sem einungis ég og leiðbeinandi höfum aðgang að og verður þeim svo eytt að rannsókn lokinni. Skilyrði til þátttöku eru eftirfarandi:

  • Að vera á aldrinum 35 til 60 ára.
  • Að hafa verið/vera í sambúð eða hjónabandi með langveikum einstakling sem býr heima fyrir.
  • Að vera í hlutverki umönnunaraðila gagnvart langveikum maka sínum.
  • Að hafa nýtt sér einhvers konar þjónustu og/eða úrræðið á vegum félagsþjónustu sveitarfélags síns síðast liðin 6 ár, eða vera á biðlista eftir þjónustu/aðstoð. Ekki er gerð krafa um neitt sérstakt sveitarfélag.
  • Ég kynni mikið að meta ef þú gætir aðstoðað mig við að nálgast mögulega viðmælendur sem búa yfir slíkri reynslu. Tel ég þetta málefni þarft til rannsóknar þar sem enginn veit betur hvernig þjónusta er heldur en þeir sem nýta sér hana. Hægt er að hafa samband við mig í gegnum netfangið hba23@hi.is eða með því að senda mér skilaboð á Facebook."

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?