Fjólublár bekkur á Akureyri

14. mars 2025

Víða um land má sjá fjólubláa bekki en tilgangur þeirra er að vekja athygli á og stuðla að umræðu um heilabilun sem er mikilvægur þáttur í að minnka fordóma í samfélaginu.

Nýjasta viðbótin er bekkur staðsettur á Akureyri 💜

Bekkjarganga

Árið 2024 var fyrsta bekkjarganga Alzheimersamtakanna og það í Hafnarfirði. Ætlunin er að halda hana árlega og vonandi sem víðast um landið. Næsta ganga verður laugardaginn 24. maí næstkomandi.

Setja upp bekk

Ef þitt bæjarfélag hefur áhuga á að setja upp bekk þá má endilega hafa samband við okkur í síma 533 1088 eða senda okkur tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?