Glæsileg ráðstefna
4. október 2024
Ráðstefnan „Taktu málin í þínar hendur“ fór fram laugardaginn 21. september á Grand hótel í Reykjavík. Þar var lögð áhersla á þá þætti sem við getum haft áhrif á í okkar eigin lífi með það að markmiði að minnka líkur á heilabilun og að hægja á framgangi sjúkdóma sem valda heilabilun.
Um 230 manns mættu á ráðstefnuna sem var öll sú glæsilegasta og annar eins fjöldi fylgdist með í streymi. Við þökkum öllum sem tóku þátt í ráðstefnunni með okkur og bendum ykkur sem ekki gátu verið með okkur á að hægt er að horfa á upptöku af ráðstefnunni hér.
Sjáumst að ári á 40 ára afmæli Alzheimersamtakanna 💜