Nýr verndari Alzheimersamtakanna

18. september 2024

Hefð hefur skapast fyrir því að maki forseta Íslands sé verndari Alzheimersamtakanna og hefur Björn Skúlason maki Höllu Tómasdóttur nýkjörins forseta samþykkt að taka við því hlutverki af Elizu Reid. Við erum honum mjög þakklát að taka við þessu hlutverki.

Um leið þökkum við Elizu fyrir stuðninginn á síðustu átta árum en við fengum tækifæri til að kveðja hana og þakka henni fyrir á Bessastöðum í sumar.

Björn kom í heimsókn til okkar á dögunum og kynnti sér starfsemi samtakanna auk þess að hitta og ræða málin við þjónustuþega Seiglunnar.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?