Pistlar Jóns Snædals um heilabilun

11. júlí 2024

"Heilabilun er venjulega skipt í þrjú stig; væg, miðlungs og alvarleg með vaxandi einkennum og þjónustuþörf. Algengustu ástæðurnar eru vegna einhvers konar taugahrörnunarsjúkdóma í heila en sá algengasti er Alzheimer sjúkdómur en næst á eftir koma Lewy sjúkdómur, Parkinson heilabilun og flokkur framheilabilunar. Fyrst fer einstaklingurinn þó í gegnum forstig heilabilunar. Sum tilvik heilabilunar myndast hins vegar skyndilega, einkum vegna blóðrásartruflunar í heila (blóðtappi eða blæðing) eða slyss.

Heilabilun er mjög aldursháð og er algengust á efstu árum. Talið er að um 2% allra sem eru 65 ára séu með heilabilun af einhverjum orsökum og svo tvöfaldast tíðnin á hverjum 5 árum fram undir nírætt þegar þetta á við um þriðjung allra. Þessi aldurstengda aukning er sameiginleg niðurstaða fjölmargra rannsókna þótt þær sýni ekki allar sömu aldurstíðni og eru ofangreindar tölur því meðaltal margra rannsókna. Tíðni heilabilunar hefur heldur minnkað hlutfallslega en vegna mikillar aukningar eldra fólks heldur fjöldi sjúklinga áfram að aukast mikið næstu tvo áratugi".

Efnið er tekið úr einum af pistlum Jóns Snædals öldrunarlæknis þar sem hann fjallar um heilabilun í sem víðustu samhengi; orsakir, birtingarmyndir, afleiðingar, forvarnir og meðferð. Pistlarnir birtast reglulega a heimasíðu Alzheimersamtakanna og markmiðið er að þeir gagnast öllum sem eru í leit að meiri þekkingu um heilabilarsjúkdóma.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?