Ráðgjafaþjónusta aukin

11. desember 2023

Alzheimersamtökin hafa um árabil veitt ráðgjöf til fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra en ekki haft heilt stöðugildi fyrr en nú til að sinna upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu. Þjónustan er opin öllum landsmönnum og er fólki að kostnaðarlausu. Hún er veitt í húsakynnum Alzheimersamtakanna, í fjarviðtali eða í gegnum síma – eftir því hvað hentar best. Hægt er að panta ráðgjöf með því að senda tölvupóst á radgjafi@alzheimer.is eða hringja í síma 520 1082.

Þjónustan er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks sem kallast Gott að eldast. Markmið aðgerðarinnar er að auðvelda aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf um hvað eina sem varðar heilabilun.

Hér má heyra viðtal um málið við Guðlaug Eyjólfsson framkvæmdastjóra Alzheimersamtakanna og Guðmund Inga Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra í Morgunútvarpi Rásar 2.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?