Rafrænn stuðningshópur

21. október 2024

Á dögunum var boðið upp á rafrænan stuðningshóp fyrir þá aðstandendur fólks með heilabilun sem komast ekki til okkar í Hafnarfjörðinn eða búa utan höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn gekk mjög vel og mikil ánægja með að boðið sé upp á slíkan fund. Við munum halda áfram að bjóða upp á rafrænan stuðningshóp og er næsti fundur þann 11. nóvember frá kl. 12.00 til 13.00. Öll velkomin og engin skráning.

Hér er hlekkur á viðburðinn. Ef þið lendið í tæknilegum vandræðum er sjálfsagt að hringja í okkur í síma 533-1088 og við getum leiðbeint ykkur.

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili. Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?