Rafrænir stuðningshópar núna á miðvikudögum

14. apríl 2025

Einu sinni í mánuði erum við með rafrænan stuðningshóp sem er í umsjón Önnu Siggu Jökuls Ragnheiðardóttur, sálfræðings.

Fundirnir hafa verið haldnir á mánudögum en verða framvegis á miðvikudögum, alla jafna síðasta miðvikudag í mánuði.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig - bara smella á rafræna slóð sem hægt er að finna inn á viðburðarsíðu fyrir hvern og einn fund.

Tilgangur stuðningshópa

Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Næstu fundir

Ef þig vantar aðstoð við að komast inn á fundina má hafa samband við skrifstofu samtakanna.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?