Teepa Snow heimsækir Ísland

27. ágúst 2024

Í september mánuði heimsækir Teepa Snow, sérfræðingur í málefnum fólks með heilabilun, Ísland. Hún verður með námskeið og fræðslufundi í samvinnu við Alzheimersamtökin. Teepa Snow er einn helsti talsmaður fólks með heilabilun á Vesturlöndum. Hún er iðjuþjálfi að mennt, aðstandandi og með yfir 30 ára starfsreynslu, bæði í umönnun og fræðistarfi. Teepa Snow notar jákvæða nálgun í umönnun fólks með heilabilun og lifandi aðferðir við að miðla þekkingu sinni til fólks. Hún heldur fyrirlestra víða um heim og er velþekktur fyrirlesari.

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að hlusta og læra af einstökum fyrirlesara. Fyrirlestrar og námskeið verða á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og fara fram á ensku.

"Using a Positive Approach to Dementia Care"

21.september: Erindi Teepu Snow á ráðstefnu Alzheimersamtakanna undir heitinu "Using a Positive Approach to Dementia Care - Jákvæð nálgun í umönnun fólks með heilabilun" Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105, Reykjavík og beint streymi á www.alzheimer.is. Engin skráning og öll velkomin. Erindið fer fram á ensku.

Höfuðborgarsvæðið:

23.september kl. 13:00-15:30: Námskeið í jákvæðri nálgun við umönnun fólks með heilabilun með Teepu Snow, haldið í Bæjarbíó, Strandgötu 6 í Hafnarfirði. Aðgangur er 5000,-. Skráning á námskeið er á https://tix.is/is/event/18153/namskei-me-teepu-snow/. Athugið, námskeiðið fer fram á ensku.

23.september kl. 17:00-19:00: Fræðslufundur Teepu Snow sérstaklega fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra í húsnæði Alzheimersamtakanna, Lífsgæðasetur St.Jó 3.hæð, Suðurgötu 41, 220 Hafnarfirði. Aðgangur er 1500,- . Skráning fer fram með að senda póst á skraning@alzheimer.is. Athugið, fræðslufundurinn fer fram á ensku.

Akureyri:

26.september kl. 13:00-15:30: Námskeið í jákvæðri nálgun við umönnun fólks með heilabilun með Teepu Snow, haldið í Háskólanum á Akureyri, Norðurslóð 2, Sólborg, 600 Akureyri. Aðgangur er 5000,-. Skráning fer fram með að senda póst á skraning@alzheimer.is. Athugið, námskeiðið fer fram á ensku.

26.september kl. 17:00-19:00: Fræðslufundur Teepu Snow sérstaklega fyrir fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. Staðsetning auglýst síðar. Aðgangur er 1500,- . Skráning fer fram með að senda póst á skraning@alzheimer.is. Athugið, fræðslufundurinn fer fram á ensku.

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?