Að fá greiningu
Sá sem greinist með heilabilun missir auðveldlega fótanna. Ferli og þróun heilabilunar er einstaklingsbundin, engin tvö tilfelli heilabilunar eru eins. En lífið með heilabilun er sameiginlegt verkefni þess sem greinist með sjúkdóminn og hans nánustu.
Á byrjunarstigi sjúkdómsins er alltaf erfitt að átta sig á hvaða þýðingu heilabilunargreiningin hefur. Það getur reynst erfitt að horfast í augu við sjúkdóminn og þær breytingar sem fylgja nýjum aðstæðum. Jafnvel þó fólk hafi verið undir það búið að hugsanlega væri um heilabilun að ræða, getur greiningin verið áfall.
