RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Önnur þjónusta

Rauði krossinn

Heimsóknavinir er verkefni á vegum Rauða krossins. Um gífurlega fjölbreytt starf er að ræða þar sem það er sérsniðið að þörfum og óskum þeirra einstaklinga sem heimsóttir eru.

Hvað gera heimsóknavinir?

Þeir spjalla, hlusta, spila, föndra, fara í gönguferðir, í bíó, á kaffihús, í ökuferðir eða t.d.koma með hund í heimsókn. Mikilvægt er að geta tekið hverjum og einum eins og hann er, fyrirkomulag heimsóknarinnar er samkomulag.

Nánari upplýsingar um heimsóknarvini má nálgast á heimasíðu Rauða Krossins


Iðjuþjálfun

Sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi 

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir - Iðjuþjálfi með Msc. í öldrunarfræðum
á langan og farsælan starfsferil í þjónustu og þjálfun aldraðra búsetta heima sem og á stofnun.
Þjónustusvæði: höfuðborgarsvæðið og nágrenni.
Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).
Netfangg.hallgrimsdottir@gmail.com Sími: 848 6509
Sjá jafnframt síðu á Facebook með því að smella hér
Kostnaður: samið er um verð fyrir hvert verkefni í upphafi þjónustuferlis.

Mat / ráðgjöf / þjálfun / fræðsla

  • Heimilisathugun og aðstoð við breytingar ef þörf er á
  • Aðstoð við umsókn hjálpartækja
  • Ráðgjöf í tengslum við velferðartækni
  • Fyrirlögn matstækja til að meta getu og færni s.s. minnisgetu, félagslegar aðstæður o.fl.
  • Skýrslugerð um aðstæður einstaklinga
  • Minnisþjálfun
  • Akstursfærnimat
  • Fræðsla í tengslum við heilsu, vellíðan og lausnir

 

Einkarekin heimaþjónusta

Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita fjölbreytta velferðarþjónustu og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Slíka þjónustu er hægt að kaupa óháð mati sveitarfélaga á þjónustuþörf. Hana má nýta meðan beðið er eftir úrræði á vegum sveitarfélaga eða til viðbótar við hefðbundna heimaþjónustu og heimahjúkrun.

Í Reykjavík eru tvö slík fyrirtæki: Sinnum og Vinun og á Akureyri eitt: Umhuga

 

Sinnum heimaþjónusta

Traust – Fagmennska – Hlýleiki

Fjölþætt heimaþjónusta fyrir einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda við daglegt líf. Þjónusta okkar er einstaklingsmiðuð, persónuleg og sveigjanleg og hefur það að markmiði að mæta þörfum og óskum notenda og aðstandenda. Þjónusta í boði, hreyfing og afþreying, útréttingar, umönnun og aðhlynning, þrif og heimilisaðstoð, næringar- og öryggisinnlit. Ef þú hefur áhuga á að fá teymisstjóra heim til þess að fara yfir þjónustuna sem við hjá Sinnum bjóðum upp á þá hafðu samband, heimsóknin er án endurgjalds. Áhersla okkar er að bregðast hratt við þjónustubeiðnum.

www.sinnum.is / sinnum@sinnum.is / Facebook / 519 1400

 

Vinun - Ráðgjafar- og þjónustumiðstöð

Heimaþjónusta - Stuðninginn heim.

Stuðningurinn heim er fyrir alla aldurshópa og hvern þann sem þarfnast aðstoðar við daglegar athafnir. Stuðningurinn felst í að aðstoða þegar færni til athafna skerðist og koma inn þar sem viðkomandi er staddur hverju sinni, hvort sem aðstoðin snýr að heimilinu eða utan heimilis. 

Í öllu okkar starfi leggjum við áherslu á einstaklinginn sem hluta af stærri heild sem er fjölskyldan og nærumhverfið. Það skiptir því máli að taka ábyrgð á líðan sinni og búa sem best um hag sinn því við höfum öll áhrif á það hvernig öðrum líður í kringum okkur.

Við hjá Vinun erum ráðagóð, við kunnum líka að hlusta og saman getum við fundið farsæla leið svo öllum geti liðið vel.

www.vinun.is / vinun@vinun.is / Facebook / 579 9800

 


 

 

Umhuga efh – Akureyri og nágrenni

Umhyggja – Alúð - Virðing

Umhuga ehf  er sprotafyrirtæki sem fór af stað með verkefnastyrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar sem auglýstir voru vorið 2015 af uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. 
Markmið Umhuga er að veita einstaklingsmiðaða, persónulega  og sveigjanlega heimaþjónustu, þar sem þarfir og óskir skjólstæðings eru settar ofar öðru, og sami starfsmaður fylgir sínum skjólstæðingi eins lengi og óskað er og þörf er fyrir.
Við hvetjum viðskiptavini og vandamenn að leita ráða hjá okkur ef spurningar vakna varðandi þjónustu okkar, annaðhvort í síma eða að við komum í heimsókn og ræðum málin.


www.umh.is / umh@umh.is /sími 8250250 / sími 8250251


Talmeinafræðingar

Aðkoma talmeinafræðinga í meðferð einstaklinga með heilabilun getur verið ýmiss konar t.d.:

- Fræða einstaklinga og aðstandendur um tjáskiptavandamál og hvernig best sé að bregðast við þeim.
- Þróa samskipta- eða minnisbækur í samstarfi við einstakling og fjölskyldu hans, sem styður við minni og hjálpar í samskiptum.
- Kenna hjálparaðferðir til að viðhalda ákveðinni getu eins lengi og hægt er.
- Ef einstaklingur með heilabilun er með kyngingarvandamál getur talmeinafræðingur unnið með honum og aðstandendum að því að tryggja öryggi kyngingar t.d. með uppbótaraðferðum eða breyttri áferð matar.

Markmið íhlutunar talmeinafræðings er að varðveita lífsgæði einstaklingsins eins lengi og mögulegt er.

Á heimasíðu Félags talmeinafræðinga á Íslandi má finna félagatal með upplýsingum um starfsstöð, sérþekkingu og símanúmer. 

Sóltún Heima

Við bjóðum upp á heimaþjónustu og heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu.

Sveigjanleg þjónusta sem er sniðin að þörfum og vilja hvers og eins.

Léttum undir með fjölskyldum sem sinna ástvini með heilabilun, t.d. með viðveru.

Veitum ráðgjöf við umönnun og aðstoðum við samskipti við aðra aðila í heilbrigðisþjónustu.

Bjóðum aðstandendum stuðning.

Bjóðum upp á styttri innlit, tiltekt, þrif, þvotta, innkaup og bæjarferðir.

Aðstoðum fólk við persónulegt hreinlæti, böðun og fleiri athafnir í daglegu lífi.

Bjóðum upp á heimahreyfingu sem styrkir fólk og dregur m.a. úr byltuhættu.

Erum með hópatíma í styrktarþjálfun og vatnsleikfimi fyrir eldri borgara.

 

Hafið samband í síma 5631400 eða í gegnum netfangið okkar soltunheima@soltunheima.is
Upplýsingar má sjá á síðunni www.soltunheima.is og á facebook https://www.facebook.com/soltunheima/


Sálfræðiþjónusta

Arndís Valgarðsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka sérhæfir sig í þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra. 

Arndís sinnir sálfræðiþjónustu fyrir fullorðið fólk á öllum aldri. Hún hefur kynnt sér sérstaklega sálfræðilega meðferð fyrir miðaldra og eldra fólk og býður skjólstæðinga sem komnir eru á miðjan aldur og efri ár sérstaklega velkomna.

Helstu áherslur eru á meðferð við þunglyndi, kvíða, streitu, sjálfsmatsvanda, svefnleysi, áföllum og sorg. Arndís beitir hugrænni atferlismeðferð (HAM), Acceptance and commitment therapy (ACT) og EMDR meðferð við áföllum eftir því sem við á.

Til að hafa samband við Arndísi má skrifa henni á netfangið arndis@shb9.is eða hringja í síma 527 7600. 

Smellið hér til að fá nánari upplýsingar. 


VEFTRÉ
W:
H: