Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita fjölbreytta velferðarþjónustu og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Slíka þjónustu er hægt að kaupa óháð mati sveitarfélaga á þjónustuþörf. Hana má nýta meðan beðið er eftir úrræði á vegum sveitarfélaga eða til viðbótar við hefðbundna heimaþjónustu og heimahjúkrun.
Í Reykjavík eru tvö slík fyrirtæki: Sinnum og Vinun og á Akureyri eitt: Umhuga

Sinnum heimaþjónusta
Traust – Fagmennska – Hlýleiki
Fjölþætt heimaþjónusta fyrir einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda við daglegt líf. Þjónusta okkar er einstaklingsmiðuð, persónuleg og sveigjanleg og hefur það að markmiði að mæta þörfum og óskum notenda og aðstandenda. Þjónusta í boði, hreyfing og afþreying, útréttingar, umönnun og aðhlynning, þrif og heimilisaðstoð, næringar- og öryggisinnlit. Ef þú hefur áhuga á að fá teymisstjóra heim til þess að fara yfir þjónustuna sem við hjá Sinnum bjóðum upp á þá hafðu samband, heimsóknin er án endurgjalds. Áhersla okkar er að bregðast hratt við þjónustubeiðnum.
www.sinnum.is / sinnum@sinnum.is / Facebook / 519 1400

Vinun - Ráðgjafar- og þjónustumiðstöð
Heimaþjónusta - Stuðninginn heim.
Stuðningurinn heim er fyrir alla aldurshópa og hvern þann sem þarfnast aðstoðar við daglegar athafnir. Stuðningurinn felst í að aðstoða þegar færni til athafna skerðist og koma inn þar sem viðkomandi er staddur hverju sinni, hvort sem aðstoðin snýr að heimilinu eða utan heimilis.
Í öllu okkar starfi leggjum við áherslu á einstaklinginn sem hluta af stærri heild sem er fjölskyldan og nærumhverfið. Það skiptir því máli að taka ábyrgð á líðan sinni og búa sem best um hag sinn því við höfum öll áhrif á það hvernig öðrum líður í kringum okkur.
Við hjá Vinun erum ráðagóð, við kunnum líka að hlusta og saman getum við fundið farsæla leið svo öllum geti liðið vel.
www.vinun.is / vinun@vinun.is / Facebook / 579 9800