RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Opinber þjónusta

Minnismóttakan

Fyrir skoðun á minnismóttöku þarf að berast beiðni frá lækni. Læknir og hjúkrunarfræðingur meta almennt heilsufar og þætti sem tengjast vitrænni starfsemi með samtali, skoðun og prófum. Æskilegt er að aðstandandi taki þátt í samtalinu.

Eftir fyrstu heimsókn fara fram þær rannsóknir sem talin er þörf á og eftir þær liggur oftast fyrir greining. Ef um heilabilunarsjúkdóm er að ræða er ráðlögð meðferð, eftirfylgni og boðinn stuðningur.

Boðið er upp á viðtal við félagsráðgjafa til dæmis ef huga þarf að félagslegum úrræðum eða réttindamálum.  Ef eftir því er óskað er hægt að fá viðtal hjá sálfræðingi bæði fyrir aðstandendur og sjúklinga sem vilja fá slíkan stuðning og geta haft gang af honum.


Símanúmer minnismóttöku er 543 9900 eða 543 9850

Göngudeildin er opin virka daga

kl. 08:00-16:00


Einkarekin heimaþjónusta 

Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í að veita fjölbreytta velferðarþjónustu og aðstoð við athafnir daglegs lífs. Slíka þjónustu er hægt að kaupa óháð mati sveitarfélaga á þjónustuþörf. Hana má nýta meðan beðið er eftir úrræði á vegum sveitarfélaga eða til viðbótar við hefðbundna heimaþjónustu og heimahjúkrun. 

Í Reykjavík eru þrjú slík fyrirtæki: Sinnum, Sóltún Heima og Vinun

Á Akureyri er eitt slíkt fyrirtæki: Umhuga

Heimaþjónusta

Félagsleg heimaþjónusta

Þjónustan er fyrir fólk sem býr í heimahúsum og getur ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar færni. Einnig aðstoð við þrif, heimsendur matur, innlit og stuðningur ýmis konar. Sótt er um þjónustuna hjá félagsþjónustunni. Reglur um félagslega heimaþjónustu í þínu sveitarfélagi getur þú fundið með því að smella hér

Heimahjúkrun

Hjúkrunarfræðingar sinna heimahjúkrun með það að markmiði að styðja við búsetu í heimahúsi svo lengi sem mögulegt er. Sækja þarf sérstaklega um heimahjúkrun í sínu sveitarfélagi. Nánar má lesa um verksvið heimahjúkrunar með því að smella hér

Akstursþjónusta

Þegar sjúklingur með heilabilunarsjúkdóm hættir að keyra bíl er hægt að sækja um akstursþjónustu. Umsókn um akstursþjónustu má nálgast hjá félagsþjónustu hvers sveitarfélags fyrir sig og á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Heimsendur matur

Heimsendur matur er ætlaður þeim sem geta ekki annast matseld sjálfir og hafa ekki tök á að borða í næstu félagsmiðstöð. Öllum sveitarfélögum ber skylda til að bjóða upp á heimsendan mat til þeirra sem metnir eru í þörf fyrir slíka þjónustu.

Sjá lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 40. gr. 

HEILRÆÐI #3

Vertu í sambandi

Félagsleg tengsl eru mikilvæg og hafa mikið að segja um hvernig manneskja með heilabilun upplifir sjúkdóminn. Reyndu að halda sambandi, jafnvel þó þú getir ekki gert það á sama hátt og áður. Þó við séum ekki að skapa minningar fyrir þann sem er með heilabilun, þá erum við að skapa minningar fyrir okkur.

Sérhæfð dagþjálfun

Á höfuðborgarsvæðinu eru átta sérhæfðar dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun, sex í Reykjavík, ein í Kópavogi og ein í Hafnarfirði. Alls fá um 150 manns þjónustu á þessum stöðum á hverjum tíma og að jafnaði eru 80-100 manns á biðlista. Auk þess er sérhæfð dagþjálfun á Selfossi. Einnig eru minni einingar í Reykjanesbæ og á Akureyri. Allar þessar einingar eru reknar með sama markmiði, að gera einstaklingum með heilabilun kleift að búa sem lengst heima og viðhalda sjálfsbjargargetu eftir föngum. Þjónusta er sniðin að þörfum, áhuga og getu hvers einstaklings. Sveigjanleiki er lykilhugtak í þjónustunni.

Það sem er sérstakt við biðlista eftir dagþjálfun er að fæstir þeirra sem á honum eru hafa óskað eftir því sjálfir heldur er það til komið vegna mats fagfólks og/eða óska ættingja. Það getur því komið upp viðkvæm staða þegar sjúklingi er boðið að koma í dagþjálfun og stundum hafnar hann því alveg. 

Reynslan sýnir að mikilvægt er að fólk komi hvorki of snemma né of seint í dagþjálfun. Ekki er þörf á dagþjálfun fyrir einstakling sem enn er virkur og vel sjálfbjarga með að stunda sín áhugamál. Ef dagþjálfum hefst hins vegar seint í sjúkdómsferlinu eru líkur á að erfitt sé orðið að ná til persónunnar bak við sjúkdóminn. Það torveldar einstaklingsmiðaða þjónustu og rýrir þar með gagnsemi hennar.

Þótt fullnægjandi vísindarannsóknir vanti má fullyrða að þessi þjónusta er mikilvæg fyrir sjúklinga, aðstandendur þeirra og samfélagið. Meðaltími í dagþjálfun er um eitt og hálft ár og á hverjum tíma eru 10-20% af þeim sem þar eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými. Það er afar líklegt að flestir þeirra væru inniliggjandi á sjúkrahúsi í bið eftir hjúkrunarrými ef þessi þjónusta væri ekki í boði.

Drafnarhús

Drafnarhús

Strandgötu 75, 220 Hafnarfirði
Maríuhús

Maríuhús

Blesugróf 27, 108 Reykjavík
Sími
534 7100
Fríðuhús

Fríðuhús

Austurbrún 31, 104  Reykjavík
Sími
533 1084
Hlíðabær

Hlíðabær

Hlíðabær, Flókagötu 53, 105 Reykjavík
Sími
562 1722
Vitatorg

Vitatorg

Vitatorg, Lindargötu 59, 101 Reykjavík
Sími
411 9466
Eir

Eir

Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík
Viðey - Hrafnista Reykjavík

Viðey - Hrafnista Reykjavík

Brúnavegi 13, 104 Reykjavík
Sími
585 9501
Hrafnista Ísafold

Hrafnista Ísafold

Strikinu 3, 210 Garðabæ
Sími
535 2250
Roðasalir

Roðasalir

Roðasalir 1, 201 Kópavogur
Sími
441 9623
Sunnuhlíð

Sunnuhlíð

Kópavogsbraut 1c, 200 Kópavogur
Sími
560 4176
Vinaminni

Vinaminni

Vallholti 38, 800 Selfossi
Sími
482 1290
Selið Reykjanesbæ

Selið Reykjanesbæ

Vallarbraut 4, 260 Reykjanesbæ
Sími
421 6272

Hjúkrunarheimili

Tilgreint er í lögum að á hjúkrunarheimilum skuli vera deildir fyrir fólk með heilabilun og svo er á flestum stærri heimilum á landinu. Þessa kröfu er hægt að uppfylla að einhverju leyti á minni heimilum með því að hafa á einu landsvæði eina slíka deild fyrir öll heimilin. Þetta er meðal annars gert á Seyðisfirði fyrir Austfirðingafjórðung og þykir gefast vel faglega en gallinn er vegalengdin fyrir aðstandendur.

Engar sérstakar kröfur um aðstæður eða þjónustu eru gerðar til slíkra deilda umfram það sem almennt gildir um hjúkrunardeildir. Eins og áður hefur komið fram eru nýrri einingar um margt líkar þjónustukjörnum en munurinn er sá að á hjúkrunarheimili býr fólk þar til yfir líkur.

Flestir einstaklingar á hjúkrunarheimilum búa þar til langframa en einnig er nokkuð um hvíldarinnlagnir. Mörg hjúkrunarheimili bjóða upp á hvíldarinnlagnir og með þeim er verið að gefa aðstandendum andrými og hvíld og gefa fólki færi á að kynnast dvöl á hjúkrunarheimili. Það getur auðveldað ferlið þegar kemur að því að taka ákvörðun um að sækja um færni- og heilsumat. Sjúkrahús

Ein sjúkrahúsdeild er til á landinu fyrir fólk með heilabilun, Öldrunarlækningadeild C, L-4 á Landakoti. Deildin er sérhæfð meðferðar- og endurhæfingardeild, sem er opin sjö daga vikunnar allt árið.

Aðsetur: 4. hæð L álma Landspítala Landakoti.
Sími: 543 9886

Heimsóknartími: Frjáls en þægilegasti tíminn er milli kl 15:00 og 17:00

Hjúkrunardeildarstjóri er Þóra Gunnarsdóttir thogunna@landspitali.is

Sérfræðilæknar eru:

Starfsemin miðar að þjónustu fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma. Meginmarkmiðið er að auka lífsgæði með því að skapa öryggi og veita umhyggju í rólegu umhverfi, þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og framþróun. Meðferðin miðar að því að auka hæfni einstaklingsins til að takast á við breyttar aðstæður og viðhalda vitrænni og líkamlegri færni. Í samvinnu við einstakling og aðstandendur er leitað lausna sem hæfa hverjum og einum.

Nánari upplýsingar má nálgast í deildarbæklingi L-4 með því að smella hér

Heimasíða deildar er hér.

VEFTRÉ
W:
H: