Er dagþjálfun sem ætluð er minnissjúkum öldruðum í Kópavogi. Starfsemin hófst formlega þann 19. janúar 2005. Kópavogsbær sér um reksturinn og fær greidd daggjöld frá ríkinu, alls er leyfi fyrir 20 einstaklinga á dag.
Starfsmenn í dagþjálfun hafa reynslu af vinnu með öldruðum minnissjúkum. Það er sameiginlegt markmið starfsmanna að veita góða þjónustu byggða á fagmennsku og trausti, koma fram við daggesti af virðingu og alúð og jafnframt leitast við að veita þeim öryggi og sinna þörfum hvers og eins.
Almennar upplýsingar
Dvölin felur í sér samverustundir, blaðalestur, útiveru og gönguferðir, afþreyingu í vinnustofu og borðsal, léttar æfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Guðsþjónusta er einu sinni í viku, söngstundir, upplestur, bingó og fleira. Farið er í ferðir og á kaffihús, listasöfn og í sveitaferðir. Mikið er lagt upp úr árstíðatengdum skemmtunum ásamt óvæntum uppákomum. Í boði er morgunverður, hádegisverður og miðdagskaffi. Boðið er upp á aðstoð við böðun fyrir þá sem þess óska.
• Dvalargestir greiða daggjald sem er 850 krónur, auk þess sem greitt er í afþreyingarsjóð. Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega.
• Læknisþjónusta kemur frá Öldrunarsviði Landspítala- háskólasjúkrahúss, Landakoti. Læknir dagþjálfunar er Jón Snædal.
• Veikindi og fjarvistir daggesta þarf að tilkynna í Roðasali fyrir kl. 8.15 hvern dag í síma 441 9622
Er dagþjálfun sem ætluð er minnissjúkum öldruðum í Kópavogi. Starfsemin hófst formlega þann 19. janúar 2005. Kópavogsbær sér um reksturinn og fær greidd daggjöld frá ríkinu, alls er leyfi fyrir 20 einstaklinga á dag.
Starfsmenn í dagþjálfun hafa reynslu af vinnu með öldruðum minnissjúkum. Það er sameiginlegt markmið starfsmanna að veita góða þjónustu byggða á fagmennsku og trausti, koma fram við daggesti af virðingu og alúð og jafnframt leitast við að veita þeim öryggi og sinna þörfum hvers og eins.
Almennar upplýsingar
Dvölin felur í sér samverustundir, blaðalestur, útiveru og gönguferðir, afþreyingu í vinnustofu og borðsal, léttar æfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Guðsþjónusta er einu sinni í viku, söngstundir, upplestur, bingó og fleira. Farið er í ferðir og á kaffihús, listasöfn og í sveitaferðir. Mikið er lagt upp úr árstíðatengdum skemmtunum ásamt óvæntum uppákomum. Í boði er morgunverður, hádegisverður og miðdagskaffi. Boðið er upp á aðstoð við böðun fyrir þá sem þess óska.
• Dvalargestir greiða daggjald sem er 850 krónur, auk þess sem greitt er í afþreyingarsjóð. Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega.
• Læknisþjónusta kemur frá Öldrunarsviði Landspítala- háskólasjúkrahúss, Landakoti. Læknir dagþjálfunar er Jón Snædal.
• Veikindi og fjarvistir daggesta þarf að tilkynna í Roðasali fyrir kl. 8.15 hvern dag í síma 441 9622