RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Opinber þjónusta

Vitatorg

Dagþjálfun við Vitatorg er fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma og var formlega opnuð 26. apríl 1996. Rekstraraðili er Reykjavíkurborg. Tekjur dagþjálfunarinnar eru daggjöld frá Tryggingarstofnun ríkisins.

Leyfi er fyrir 18 manns hvern dag.
 

Markmið dagþjálfunar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins, rjúfa félagslega einangrun og efla þáttöku til daglegra athafna. Stuðlað er að lengri búsetu heima með því að létta undir með aðstandendum.
 

Daglegt starf felur í sér samverustundir, útiveru, störf á vinnustofu og í borðsal, léttar æfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur njóti sín og finni til öryggis og vellíðunar.
Akstur er í boði og aðstoð við bað fyrir þá sem þurfa. Hársnyrtistofa og fótaaðgerðarstofa eru til staðar fyrir þá sem þess óska.
 

Læknir deildarinnar hefur fastan viðverutíma einu sinni í viku og sinnir þá skjólstæðingum og viðtölum við ættingja. Boðið er upp á fjölskyldufundi fljótlega eftir innritun og síðan eftir þörfum.

Aðstandendafundir eru haldnir árlega þar sem boðið er upp á fræðslu og kynningu á störfum deildarinnar. Læknisþjónusta er veitt frá öldrunarlækningadeild Landakots. Læknir er Björn Einarsson.

Vitatorg, Lindargötu 59, 101 Reykjavík
sími
411 9466
asta.sigridur.sigurdardottir(hja)reykjavik.is
Deildarstjóri
Ásta S. Sigurðardóttir
411 9466 / asta.sigridur.sigurdardottir(hja)reykjavik.is
Opið er alla virka daga frá 08:00 – 16:00. Síðasta fimmtudag í mánuði er lokað kl.14:00 vegna starfsmannafundar

Dagþjálfun við Vitatorg er fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma og var formlega opnuð 26. apríl 1996. Rekstraraðili er Reykjavíkurborg. Tekjur dagþjálfunarinnar eru daggjöld frá Tryggingarstofnun ríkisins.

Leyfi er fyrir 18 manns hvern dag.
 

Markmið dagþjálfunar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins, rjúfa félagslega einangrun og efla þáttöku til daglegra athafna. Stuðlað er að lengri búsetu heima með því að létta undir með aðstandendum.
 

Daglegt starf felur í sér samverustundir, útiveru, störf á vinnustofu og í borðsal, léttar æfingar og ýmislegt fleira sem viðheldur athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur njóti sín og finni til öryggis og vellíðunar.
Akstur er í boði og aðstoð við bað fyrir þá sem þurfa. Hársnyrtistofa og fótaaðgerðarstofa eru til staðar fyrir þá sem þess óska.
 

Læknir deildarinnar hefur fastan viðverutíma einu sinni í viku og sinnir þá skjólstæðingum og viðtölum við ættingja. Boðið er upp á fjölskyldufundi fljótlega eftir innritun og síðan eftir þörfum.

Aðstandendafundir eru haldnir árlega þar sem boðið er upp á fræðslu og kynningu á störfum deildarinnar. Læknisþjónusta er veitt frá öldrunarlækningadeild Landakots. Læknir er Björn Einarsson.

VEFTRÉ
W:
H: