Sálfræðiþjónusta
Eðlilega kvikna stundum erfiðar tilfinningar hjá fólki sem greinist með ólæknandi sjúkdóm. Við blasir aðlögun að nýjum, óvissum aðstæðum og nýrri framtíðarsýn. Það getur verið gott að ræða þessar tilfinningar við fagfólk, fá fræðslu og aðstoð við að finna og nýta styrkleika sína í nýjum aðstæðum.
Félagsmenn Alzheimersamtakanna geta pantað viðtal við sálfræðing í síma 533 1088 eða með því að senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is. Viðtalið kostar 5.000 kr.
Brynhildur Jónsdóttir sálfræðingur er í leyfi til haustsins 2025 og leysir Katrín Mjöll Halldórsdóttir hana af. Katrín Mjöll er með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Katrín er einn af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Kvíðakastið og kemur einnig að kennslu í grunnnámi og meistaranámi við ýmsa háskóla, ásamt því að leiðbeina í BSc lokaverkefnum.