RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Á landsbyggðinni

Tenglar

Undanfarin ár hefur verið unnið að uppbyggingu tenglanets á landsbyggðinni. Tenglar Alzheimersamtakanna eru nú starfandi á 16 stöðum á landinu og unnið er að frekari þéttingu netsins.

Tenglar starfa hver í sínu nærumhverfi, á eigin vegum og/eða í samvinnu við Alzheimersamtökin. Hlutverk tengla er að veita upplýsingar um Alzheimersamtökin og starfsemi þeirra. Miðla þekkingu um helstu heilabilunarsjúkdóma. Veita stuðning og ráðgjöf í sinni heimabyggð. Stuðla að því að opna umræðuna um heilabilun með því að miðla af reynslu sinni og standa fyrir viðburðum á sínu svæði.

Ef þú býrð úti á landi geturðu haft samband við tengil á þínu svæði til að fá upplýsingar og stuðning. 

Tenglar eru á eftirfarandi stöðum: 

Reykjanesbæ, Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsavík, Seyðisfirði, Djúpavogi, Höfn í Hornafirði, Hellu, Selfossi, Vestmannaeyjum, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri. 

 

Á kortinu hér til hliðar má sjá starfandi tengla. Til að þysja inn þarf að smella á + merkið og til að stækka myndina má ýta á kassann í efra horninu hægra megin á henni. Smellið á rautt merki til að fá upplýsingar um tengil á hverjum stað. 

HEILRÆÐI #7
Allt er gott í hófi

Eitt rauðvínsglas á dag er gott fyrir heilann, skál! 

VEFTRÉ
W:
H: