RÁÐGJAFASÍMINN
520 10 82
SENDA
MINNINGARKORT
GERAST
FÉLAGI
STYRKJA SAMTÖKIN
HEILAVINUR
Innkaupakerra
Útgefið efni

Bækur

Að endurvekja lífsneistan hjá fólki með heilabilun

eftir Jane Verity

Þýðandi:  Ingibjörg Pétursdóttir.

Jane Verity, sem er fædd og uppalin í Danmörku, er stofnandi samtakanna Dementia Care Australia. Í þessu litla riti eru meðal annars leiðbeiningar um hvernig við getum átt jákvæð samskipti við fólk með heilabilun. Auk þess eru tillögur að daglegum athöfnum sem fólk með heilabilun getur enn haft ánægju af og því er lýst hvernig við getum tryggt að þessar athafnir verði jákvæðar fyrir sjúklinginn og þá aðila sem annast hann.

Úgefandi: FAAS 2008

Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.

 

Karen - Í viðjum Alzheimer

eftir Helje Solberg

Þýðendur: Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson

Þetta er sönn saga um lækninn Karen Sofie Mørstad sem fékk Alzheimerssjúkdóm.

Í bókinni eru einkar góðar lýsingar af því hvernig sjúklingurinn sjálfur upplifir þær breytingar sem hann finnur fyrir á fyrri stigum sjúkdómsins.

Norska blaðakonan Helje Solberg skráði, með aðstoð Karenar og systra hennar.

Bókin kom út í Noregi árið 1996 og í íslenskri þýðingu árið 1997 (endurprentuð árið 2003).

 

Útgefandi: FAAS

Bókina er hægt að panta í síma 533 1088 eða í netverslun: smellið hér.

Tímarit Alzheimersamtakanna

Alzheimersamtökin hétu áður FAAS - félag áhugafólks um Alzheimersjúkdóminn og aðra skylda sjúkdóma.

FAAS stóð fyrir og styrkti útgáfu margvíslegs efnis um heilabilun.

Félagið gaf út FAAS fréttir tvisvar á ári. Ritið var sent öllum félagsmönnum, á heilbrigðisstofnanir um land allt og til annarra sem láta sig heilabilunarsjúkdóma varða.

FAAS fréttir komu út í byrjun árs og að hausti. Ritið hefur að geyma ýmsan fróðleik auk upplýsinga um félagsstarf FAAS.

Hægt er að smella á myndirnar til að skoða ritin.

Fyrsta blaðið með nýju nafni kom út í maí 2017, Alzheimerblaðið. Hlé hefur verið gert á útgáfu tímarita. Í staðinn verður aukin áhersla lögð á útgáfu greina og fræðsluefnis á vefmiðlum.

Bæklingar

Bæklingur Alzheimersamtakanna með almennum upplýsingum um starfsemina. Smellið á hlekkinn til að opna prentvæna útgáfu eða hafið samband við skrifstofu til að fá send eintök alzheimer[a]alzheimer.is eða 533 1088.

Alzheimersamtökin hafa gefið út nýjan bækling Ert þú með heilabilun? sem fyrst og fremst er ætlaður þeim einstaklingum sem greinst hafa með heilabilun. Í honum eru upplýsingar og ráð um hvaðeina sem spurningar geta vaknað um. Bæklingurinn var fyrst gefinn út af Nasjonalforeningen for folkehelse í Noregi og var þýddur með góðfúslegu leyfi þeirra. 

Bæklingur Landspítalans "Heilabilun - Upplýsingar til aðstandenda".

Bæklingur Landsbjargar um öryggi í heimahúsum. "Örugg efri ár"

Fleiri bæklingar væntanlegir.


Myndbönd

Í júní 2016 gáfu Alzheimersamtökin út myndband til að hvetja aðstandendur til að opna á samtalið um heilabilunarsjúkdóma þegar þeir verða varir við breytingar hjá sínum nánustu. 

 

 

Vefsíður

Norska hæfnisetrið Aldring og Helse, Norræna Velferðarmiðstöðin og Norska Samaþingið kynna vefsíðuna „Hvað er heilabilun“ sem er sérstaklega ætluð einstaklingum með þroskahömlun. Vefsíðan greinir frá staðreyndum og þekkingu með texta, myndum, hreyfimyndum og tali. Upplýsingarnar eru á skýru og einföldu máli ásamt spurningakeppni með samantekt á innihaldi í lokin þar sem hægt er að athuga hvort upplýsingarnar hafi verið meðteknar.

Einstaklingar með þroskahömlun, og sérstaklega Downsheilkenni, þjást oftar af heilabilun en aðrir á sextugsaldri. Umræddir einstaklingar þurfa þekkingu og upplýsingar um heilabilun, en geta oft ekki nýtt sér upplýsingar sem eru tilstaðar því upplýsingarnar eru of flóknar. Opnuð hefur verið vefsíða á norrænum og samískum tungumálum.

Þekking og upplýsingar eru mikilvæg verkfæri til að takast á við sjúkdóma. Þetta á ekki aðeins við um sjúklingana sjálfa heldur einnig ástvini og umönnunaraðila. Í dag skortir þekkingu um heilabilun fyrir einstaklinga með þroskahömlun.

Þetta eru ný viðfangsefni fyrir norræn sveitarfélög. Allar útgáfur verða aðgengilegar hér á fleiri tungumálum meðal annars á íslensku.

 


Fræðslusería 2022

Eitt af markmiðum samtakanna er að gæta hagsmuna fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra. Þetta gerum við m.a. með fræðslufundum og útgáfustarfsemi. Fræðsluseria Alzheimersamtakanna 2022 er ætluð til að auka vitneskju fólks um heilabilun, fjölbreytt fræðsla og nýir fyrirlestrar sýndir reglulega.

Fyrsti fyrirlestur í fræðsluseríu 2022 er: Ert þú með heilabilun? Mikilvægt er að vita eins mikið og hægt er um heilabilun. Þá ert þú og fjölskylda þín betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um meðal annars hvað er heilabilun, lífið með heilabilun og ýmis hagnýt ráð. Umsjón með fræðslunni eru Sigurbjörg Hannesdóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna og Harpa Björgvinsdóttir verkefnastjóri Seiglunnar.

Fræðslusería 2022: Ert þú með heilabilun?


VEFTRÉ
W:
H: