Þetta er sönn saga um lækninn Karen Sofie Mørstad sem fékk Alzheimerssjúkdóm. Í bókinni eru einkar góðar lýsingar af því hvernig sjúklingurinn sjálfur upplifir þær breytingar sem hann finnur fyrir á fyrri stigum sjúkdómsins.
Norska blaðakonan Helje Solberg skráði, með aðstoð Karenar og systra hennar.
Bókin kom út í Noregi árið 1996 og í íslenskri þýðingu Bergþóru Skarphéðinsdóttur og Guðmundar Þorsteinssonar árið 1997 og var endurprentuð árið 2003.
Útgefandi: FAAS
ALZHEIMERSAMTÖKIN vilja stuðla að bættri þjónustu við fólk með heilabilunarsjúkdóma og vera ráðgefandi afl í baráttunni við þá.