Stuðningshópur fyrir...

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.

Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.

Engin skráning og öll velkomin.

Stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun

2. apríl 2025

kl 13:30 - 15:00

Lífsgæðasetur St. Jó - 3. hæð

Suðurgata 41

Stuðningshópurinn er í umsjón Katrínar Mjallar Halldórsdóttur. Katrín Mjöll er með meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þá er hún ein af þáttastjórnendum hlaðvarpsins Kvíðakastið og kemur einnig að kennslu í grunn- og meistaranámi við ýmsa háskóla, ásamt því að leiðbeina í BSc lokaverkefnum. 

Vantar þig aðstoð?

Vantar þig aðstoð?