Alzheimerkaffi í Hæðargarði 31
Alzheimerkaffi er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.
3. apríl 2025
kl 17:00 - 18:30
Hæðargarður 31
108 Reykjavík
DAGSKRÁ
Thelma Jónsdóttir nýr fræðslustjóri Alzheimersamtakanna kynnir sig og fer yfir þau verkefni sem eru á döfinni.
Félagarnir í Tólf í takt taka nokkur lög.
Í lokin stjórnar Sveinn Arnar Sæmundsson samsöng og spilar undir á píanó.
TILGANGUR
Gefa fólki tækifæri til að koma saman, þar sem þeirra þörfum er mætt og opna umræðu um áskoranir fólks með heilabilun.
FYRIR HVERJA
Alzheimerkaffið er ætlað fólki með heilabilun og aðstandendum þeirra. Samkoman er tilvalinn vettvangur til að hittast, hlýða á stutt erindi/skemmtun, spjalla og gæða sér á kaffi og góðum veitingum.
AÐRAR UPPLÝSINGAR
Engin þörf á að skrá sig - bara að mæta! Kaffigjald er 500 kr. en það eru Sóroptimistar sem sjá um kaffi og veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.