Fjölþætt heilsuefling – Leið að farsælum efri árum
Fræðslufundur með Janusi Guðlaugssyni, PhD íþrótta- og heilsufræðingi, stofnanda og eiganda Janus heilsueflingar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í heilsueflingu 60 ára og eldri með það að markmiði að koma til móts við einstaklinga sem vilja efla heilsu sína og lífsgæði með hækkandi aldri.
Erindi Janusar fjallar um heildræna nálgun á uppbyggingu andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar heilsu með fjölbreyttum heilsutengdum verkferlum. Hann fer yfir helstu verkferla og þjónustuþætti sem þau vinna eftir ásamt því að fara yfir markmiðin, nýjar niðurstöður og áhrif gagnreyndrar heilsueflingar á langvinna sjúkdóma.
Ávinningur fjölþættrar heilsueflingar er nefnilega margþættur. Þar á meðal er aukinn vöðvastyrkur, betra úthald, bætt líkamssamsetningu og hærra mat á eigin heilsu.
FYRIR HVERJA
Öll velkomin og engin skráning nauðsynleg.
HVAR
Erindið verður haldið í húsnæði samtakanna í St. Jó í Hafnarfirði en einnig sent út í streymi.
Hér er hlekkur á beint streymi: https://vimeo.com/event/1698861
11. febrúar 2025
kl 16:30 - 17:30
Lífsgæðasetur St. Jó - 3. hæð
Suðurgata 41