Fræðsluerindi á Reyðarfirði
Eitt af meginmarkmiðum okkar er auka þekkingu og skilning á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við. Við höldum því reglulega fræðsluerindi um starf samtakanna, heilabilun og samskipti víðsvegar um landið.
Nú er förinni heitið austur á firði þar sem við höldum m.a. opið fræðsluerindi á Reyðarfirði
• Þri. 29. apríl kl. 17:00 – í sal Krabbameinsfélags Austfjarða, Sjávargötu 1
Þeir sem mæta öðlast skilning á heilabilun og hvernig megi bregðast við breyttum aðstæðum. Þá verður farið yfir leiðir til að auðvelda samskipti og hugmyndir fyrir ánægjulegar samverustundir reifaðar.
Hverjir
Thelma Jónsdóttir, fræðslustjóri og Ásta Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi samtakanna halda erindi.
Helga Sól Birgisdóttir, forstöðumaður heimaþjónustu Fjarðarbyggðar og Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, teymisstjóri heimaendurhæfingarteymis HSA verða jafnframt með stutta kynningu.
Fyrir hverja
Fyrirlesturinn er opinn öllum, einstaklingum með heilabilun, aðstandendum, fagfólki og öðrum áhugasömum.
Aðgangur ókeypis.
29. apríl 2025
kl 17:00 - 18:30
Salur Krabbameinsfélags Austfjarða
Sjávargötu 1