Fræðsla fyrir nýgreinda og aðstandendur þeirra
Við greiningu á heilabilun vakna eðlilega margar spurningar og afar mikilvægt er að fá svör við þeim svo að þú og fjölskyldan þín geti verið sem best í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru.
Á þessum fræðslufundi verður m.a fjallað um hvað heilabilun er, lífið með heilabilun og ýmis hagnýt ráð ásamt því að starfsemi og markmið Seiglunnar, þjónustumiðstöðvar Alzheimersamtakanna er kynnt.
Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna og Harpa Björgvinsdóttir, verkefnastjóri Seiglunnar sjá um fræðsluna og verður boðið upp á að spyrja spurninga og umræður að lokinni fræðslu.
Fræðslan fer fram í Seiglunni, Lífsgæðasetri St.Jó, Suðurgötu 41, 3ja hæð, 220 Hafnarfirði
16. janúar 2024
kl 16:00 - 17:00