Rafrænn stuðningshópur fyrir aðstandendur fólks með heilabilun
Aðstandendur eru fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir en á það sameiginlegt að eiga ástvin heima, í dagþjálfun eða á hjúkrunarheimili.
Hóparnir byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu.
Engin skráning og öll velkomin.
Taktu þátt með því að smella hér
7. apríl 2025
kl 12:00 - 13:00
Rafrænn fundur
Stuðningshópurinn er í umsjón Önnu Siggu Jökuls Ragnheiðardóttur. Anna Sigga hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í 14 ár. Lengst af á öldrunardeildum LSH, krabbameinsfélaginu Krafti og Kvíðameðferðarstöðinni. Þar hefur hún sinnt mati og meðferð meðal annars í tengslum við langvinn veikindi, streitu, áföll, kvíða og lágt sjálfsmat.