Hvert á að snúa sér

Fyrsti viðkomustaður er heimilislæknir

Þegar grunur kviknar um heilabilun er fyrsti viðkomustaður ávallt hjá heimilislækni. Þeir sem ekki eru skráðir hjá heimilislækni geta haft samband við sína heilsugæslustöð og pantað næsta lausa tíma hjá lækni. Heilsugæslulæknir gerir viðeigandi athuganir og vísar fólki áfram þyki ástæða til þess. Heilsugæslulæknir gerir viðeigandi athuganir og vísar fólki áfram þyki ástæða til þess. Sé þörf á frekari rannsóknum getur eitt af þrennu komið til greina

  • Endurkomutími á heilsugæslustöð
  • Tilvísun á Minnismóttöku LSH á Landakoti eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
  • Tilvísun til sérfræðings á stofu
  • Greiningarferlið

    Þegar greiningarferli er hafið eða þegar greining liggur fyrir getur fólk átt rétt á þjónustu frá sínu sveitarfélagi. Mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða þjónusta er í boði. Félagsþjónusta og heilsugæsla veita nánari upplýsingar um þá þjónustu sem býðst á hverjum stað fyrir sig. Mikilvægt er að hafa samband við þjónustumiðstöðina í þínu nærumhverfi og sækja sér stuðning, bæði fyrir hinn veika og aðstandendur. Einnig er hægt að panta ráðgjöf hjá Alzheimersamtökunum til að fá upplýsingar um næstu skref og fræðsluefni.

    Hefur þú spurningu?

    Alzheimersamtökin veita ráðgjöf, stuðning og upplýsingar um hvað eina sem tengist heilabilunarsjúkdómum. Ekki hika við að leita til okkar eða senda fyrirspurn hér að neðan.

    Vantar þig aðstoð?

    Vantar þig aðstoð?